Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 35
17*
hjá vitanum. í lhbr. 28. júlí 1880, Stjtíð. 1880 B 126.
bls., er haldið fram gagnstæðri skoðun.
Lögreglustjórar eiga að heimta gjaldið saman, og
eru skipstjórar skyldir að sýna þeim dagbók skipsins.
Brot gegn fyrirmælum vitagjalds-laganna varða 10—100
króna sektum.
IX.
Metorðaskattur.
Lögtign er annaðhvort samfara embætti, nafn-
bót, orðumarki eða hirðmannsþjónustu, eða hún er
veitt sjerstaklega með konungsúrskurði. Af allri lög-
tign ber að greiða skatt. nema þeirri, sem e samfara
embætti. Hafi enibætt'smaður tisrn af nafnbót orðu-
marki eða hirðmannsþjonustu á hann því að eins að
greiða metorðaskatt af þeirri tign, að hann fyrir hana
fái sæti í æðri tignarflokki, en embætti hans á sæti í,
sbr. lög um laun íslenzkra embættismanna 15. október
1875, 5. gr. Embættismenn, sem fá lausn í náð frá
embætti sínu, halda tign þeirri, sem var samfara em-
bættinu, og hefur stjórnin haldið þeirri skoðun fram,
að þeir eigi að greiða skatt af tigninni, nema þeir af-
sali sjer henni, sbr. rhbr. 9. ágúst 1872; en í dómi
15. október 1875 hefur hæstirjettur komizt að gagn-
stæðri niðurstöðu. Ekkjur halda tign manns síns, en
eru undanþegnar metorðaskatti.
Ollum tignum mönnum í ríkinu, sem ekki eru
konungbornir, er raðað í 9 tignarflokka, og er met-
orðaskatturinn
í 1. flokki ióokr. á ári.
- 2. ---- 140— - —
- 3. ------- 80— - —
- 4. ---- 48 — - —
- 5- ------- 36— - —
- 6. ---- 30— - —