Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 40
176
g. Leyfisbrjefx til að leiða ný vitni og leggja fram
ný skjöl í málum, sem skotið er til yfirdómsins.
Borgunin er 33 kr. 66 a., en þegar beiðandi hef-
ur gjafsókn, fæst leyfisbrjefið ókeypis.
B.
Konungleg leyfisbrjef, sem landshöfðingi gefur út.
Sbr. auglýsing um verksvið landshöfðingja 22. febrúar
1875. 15- og 17. gr.
1. Leyfisbrjef til að giptast aptur, þegar sá, sem
um leyfið sækir, hefur orðið brotlegur í hórdómi. þeg-
ar hjónaband hefur verið úr gildi fellt með dómi vegna
hórbrots, má það hjónanna, sem hefur orðið brotlegt
í hórdómi, ekki giptast aptur, nema konunglegt leyfis-
brjef komi til; leyfisbrjefið fæst því að eins, að 3 ár
sjeu liðin frá hjónaskilnaðinum, og að beiðandi sanni
með áreiðanlegum vottorðum siðsamlega hegðun sina
á því tímabili.
Borgunin er 33 kr. 66 a.
2. Undanpága frá DL. 3—16—8 og tilsk. 30.
apríll824, 3.gr.8. í þessum lagagreinum er svo fyrir
mælt, að það hjóna, sem hefur drýgt hórdóm, megi
ekki eptir lát hins ganga að eiga þá eða þann, sem
hann eða hún hefur drýgt hórdóm með; hið sama er
og, ef hjónabandið er fellt úr gildi með dómi eða kon-
unglegu leyfisbrjefi. Undanþága frá þessum meinbug-
um fæst:
a. Ef þau atvik voru fyrir hendi, þegar beiðandinn
varð brotlegur, að hjónaskilnaður hefði getaðfeng-
izt með dómi eða leyfisbrjefi, eða
b. pega.r beiðandinn að vísu hefur orðið brotlegur í
hjónabandinu, en það hjónanna, sem misgjört var
við, er andað, og hórdómsbrotið hins vegar ekki
I) Fæst einnig hjá landshöfðingjanum.