Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 60
leyft af póststjóminni, eða ef umbúðirnar ekki
eru svo lagaðar, að hægt sje að sjá, hvað í
þeim sje, eða með einhverju öðru móti, en póst-
stjórnin hefur fyrir lagt, greiðist undir slíkar send-
ingar sami burðareyrir sem undir venjuleg brjef,
þegar frímerki ekki eru viðhöfð.
c. Undir spjaldbrjef greiðist 5 a.; eyðublöð til þeirra
fást á öllum pósthúsum á landinu, og verða þau
að vera búin frímerkjum.
d. 20 aurar greiðast enn fremur fyrir það, að póst-
stjórnin takist á hendur ábyrgð á sendingum þeim,
sem nefndar eru hjer að framan, og skal fara með
sendinguna sem ábyrgðarbijef, ef utan á henni stend-
ur: „mælt með“, „á hendur falið“ eða „NB“, og
hún er búin frímerkjum, svo að nægi. Oll þau brjef,
sem í eru peningar, peningaígildi eða handhafa-
skuldabrjef, sem ekki er tilgreind upphæð á, skulu
vera ábyrgðarbrjef. Viðtakanda er ekki skilað á-
byrgðarbrjefi, nema hann greiði kvittun fyrir, og
ef brjefið glatast, fær sá, er sendi, 20 kr. í skaða-
bætur.
2. Undir peningabijef:
Burðareyrir eptir vikt, eins og undir venjuleg brjef,
og að auki í ábyrgðargjald 5 a. afhverjum 100 kr.
eða minni upphæð, sem í brjefinu er og tilgreind er
utan á því. Af mótuðum peningum má ekki vera
í neinu brjefi meira en 50 kr. í gulli, 8 kr. í tví-
krónu- eða einkrónupeningum, 6 tuttuguogfimm-
eyringar, 3 tíeyringar, 3 tvíeyringar og 1 eineyr-
ingur.
3. Undir böggulsendingar:
30 aurar fyrir hvert pund, sem böggullinn vegur,
og telst þá partur úr pundi sem heilt pund. Sje
verð sendingarinnar tilgreint, greiðist enn fremur
ábyrgðargjald eins og segir f næsta tölulið á und-