Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 121
2$7
Miðkaflinn á Hellisheiði (ióóofaðmar) er að mestu
leyti ruddur vegur, en annars er að mestu leyti,
eða nálega að öllu leyti á þessum fjallvegi upphækk-
aður vegur. Yfir höfuð telst svo til, að nálega 4/5
fjallvegar þessa sé upphækkaður vegur.
Vegagjörð þessi kostaði alls 32015 kr. 41 a., eða
að meðaltali 3 kr. 77 a. faðmurinn. í Kambaveginum
kostaði hver faðmur 4 kr. 65 a., á Hellisheiði að með-
altali 3 kr. 6 a. (í austasta kaflanum 5 kr., i miðkaflan-
um 70 a.); í Svínahrauni að meðaltáli 4 kr. 52 a.
Oll þessi vegagjörð var framkvæmd eptir samn-
ingum um ákveðna borgun fyrir hvern faðm í hverjum
vegarkafla, en fyrst voru reynd undirboð, en hin um-
samda borgun varð talsvert lægri en undirboðin.
2. Kaldadals-fjallvegur er suðurhlutinn af aðal-
sumarveginum milli Norðurlands og Suðurlands, og nær
frá Kalmannstungu suður á Hofmannaflöt í þ>ingvalla-
sveit, og er að lengd 27460 faðmar, eðatæpar7 mílur
(6,9 m.). Einstakir kaflar í þessum vegi hafa þá
lengd, er nú skal greina:
1. kafli: frá Kalmannstungu suður í efstu Lambár-
drög...............................3460 faðm.
2. kafli: frá Lambárdrögum suður á Langa-
hrygg . . . '......................4600--------
3. kafli: Langihryggur og melarnir suður að
Kerlingu...........................6000--------
4- kafli: frá Kerlingu suður í Sæluhús. . 6600---
5. kafli: úr Sæluhúsi suður í Jórukleif . . 6600-
6. kafli: Jórukleif (hin eystri) ofan að Hof-
mannaflöt..........................200---------
Kostnaðurinn við þessa vegagjörð varð alls Ó28ikr.
21 a., og kostaði þannig hver faðmur í henni tæpa 23
aura að meðaltali.
Veginum má skipta í- 2 aðalkafla:
a. Norðurhlutann: frá Kalmannstungu suður að Kerl-
Xímarit hins íslenzka bókmentafilags. I. 17