Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 93
229
h. h. h. h. h. h. h. h. h. h. h. h. Yfir Tala
15 16 17 18 19 20 21-25 26-30 31-35 36-40 41-45 46-50 50 h. fram- telj.
1 » » 1 1 » 2 1 » » » » » 36
1 2 » » » » » » 28
1 1 » 1 » » 3 1 » » » » » 60
1 1 » » » 1 2 » 2 » » 2 » 67
1 2 » » » 2 3 » » » » » » 71
» 6 » 2 » 3 2 » 3 1 1 » » 106
i » » 1 « » 1 3 » » » » 1 41
» » » 2 » » 1 4 2 2 » » » 56
það, að sjá megi glögglega framför eður apturför
landsins í þessu eður hinu, eins og hún kemur fram í
tölum. Optast nær er svo ástatt í mannlifinu, að sumu
fer fram, en öðru aptur, og í búnaðar- og verzlunar-
efnum eiga sannar og glöggar skýrslur að geta sýnt
hverjum, sem sjá vill ljóslega, hvar framförin er og
hvar apturförin.
Sökum þess, að nokkur ágreiningur hefir verið
bæði milli eldri og yngri höfunda um ýmislegt, er
snertir búnað, verzlun og yfir höfuð efnahag landsins
frá 17. öld til þessa tíma — og nægir í þessu efni að
minna á rit þeirra Olafs og Magnúsar Stephensens,
Skúla landfógeta, Magnúsar Ketilssonar, Hannesar
Finnssonar, Fjeldsteðs, Eggers’s, Jóns Eiríkssonar, Sig-
urðar Hansens, Arnljóts Olafssonar, Guðmundar Ein-
arssonar o. fl. — þykir ekki ótilhlýðilegt, að skýra lönd-
um vorum frá því, sem maður veit vissast og réttast
á þrem eða fjórum tímabilum á þessum þrem öldum,
17., 18. og 19. öldinni, svo þeir geti sjálfir borið sam-
an ástandið á hverju tímabili fyrir sig í höfuðatriðun-
um og öllu því verulega, sem kemur til greina, þegar
dæma skal um framför eður apturför.