Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 2
130
ingarnar og geri það að verkum, að hinar hentug-
ustu breytingar verða staðfastar, af þvl þær eru til
nota fyrir tegundina og hjálpa henni til þess, að ná
vexti og viðgangi og útbreiðast um jörðina; sá sem
er sterkastur, hæfastur og hentugastur eptir kring-
umstæðunum, lifir og eykur kyn sitt, og afkvæmið
fær að erfðum hina góðu eiginlegleika; svo verður
allt af meiri og meiri breyting til batnaðar, eptir
því sem stundir líða fram. þ>etta er eptir skoðun
Darwins aðalorsökin til þess, að tegundir dýra og
jurta hafa myndazt og orðið frábrugðnar hver
annari.
1. Afbrigði og kynbætur. Ef vér virðum fyrir
oss ræktaðar jurtir og alidýr og berum tegundir
þeirra saman við aðrar jurtir og önnur dýr, sem ó-
háð eru manninum, sjáum vjer fljótt, að alidýr og
ræktaðar jurtir eru miklu breytilegri innbyrðis. Or-
sökin, sem liggur næst fyrir höndum, er sú, að dýr
þessi og jurtir hafa um langan aldur orðið fyrir
miklu meiri breytingum á lífsskilmálum; þessar
tegundir hafa orðið að venja sig við margs konar
loptslag og margs konar fæðu eptir vilja mannsins.
Breytingar á eðli og útliti tegundanna verða sí og
æ og geta allt af orðið meiri og meiri í vissar stefn-
ur, eptir því sem maðurinn ákveður; kynbætur á
jurtum og dýrum bera þess ljósan vott. Hvernig
breytingarnar verða er undir tvennu komið, undir
eðli einstaklingsins og utanaðkomandi áhrifum. Á-
hrifin utan að geta haft mismunandi afleiðir.gar fyr-
ir einstaklingana, alveg eins og ofkæling veikir
menn á ýmsan hátt, sumir fá hósta, sumir hálsbólgu,
sumir kvef, sumir gigt o. s. frv.
Einstaklingar dýranna eru ólíkir hver öðrum,
alveg eins og einstaklingar mannanna; æfður fjár-
maður þekkir sundur ótal kindur í stórum fjárhóp,