Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 6
134
um eptir vild sinni, og af flestum ræktuðum jurtum
eru þvi til alls konar afbrigði. Nú á tímum er það
sjaldan hægt að segja með vissu, hver frumtegund
liggur til grundvallar fyrir alidýrategundum og rækt-
uðum jurtum, af því tegundirnar hafa breytzt svo
mikið síðan mennirnir fengu yfirráð yfir þeim, sum-
part at því beinlínis hafa verið gerðar kynbætur, og
sumpart af því, að menn á fyrri tímum, án þess að
hugsa um eiginlegar kynbætur, hafa látið það
tímgast saman, sem þeim var hentugast.
Með því að skoða breytingar alidýranna fékk
Darwin fyrst vissu fyrir þvi, að bygging dýranna
er sveigjanleg og beygjanleg eptir kringumstæðunum,
og að maðurinn getur skapað ný afbrigði eptir geð-
þótta sínum ; en þessu næst þurfti að rannsaka,
hvort slíkar breytingar líka ættu sér stað i náttúr-
unni, og þá að grennslast eptir, hvað það væri, sem
þar gripi inn í, líkt og vilji mannsins, þegar gjörðar
eru kynbætur.
Eins og fyr hefir verið getið, er varla hægt að
finna tvo einstaklinga af sömu tegund, sem eru að
öllu leyti eins; þó mismunurinn milli þeirra eigi
sýnist stór, þá er hann þó þýðingarmikill, af því
hann getur gengið í erfðir. Einstaklingar eru ekki
að eins frábrugðnir hver öðrum í smávegis ytri eig-
inlegleikum; jafnvel þau líffæri, sem eru þýðingar-
mest fyrir líkamann, eru opt breytileg hjá einstakl-
ingnum. John Lubbock hefir til dæmis sýnt, að
taugakerfi og vöðvar sumra skorkvikinda eru opt
fjarska mismunandi hjá sömu tegund. Sum dýra-
og jurtakyn eru svo miklum breytingum undirorp-
in, að margir náttúrufræðingar hafa verið í mestu vand-
ræðum með, hvernig þeir hafa átt að takmarka og
ákveða tegundirnar, og opt eru svo margir milli-