Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 7
135
liðir milli tveggja eða fleiri tegunda, að ekki er
hægt að segja, hvar ein byrjar og önnur endar; af
íslenzkum jurtum má t. d. nefna gæsablóm (draba),
víðir (salix) og undafífil (hieracium)\ þar eru og
ótal milliliðir milli hinna fjærskyldari tegunda. Teg-
undaskipunin hefir því hjá mörgum náttúrufræðing-
um verið mjög á ringulreið, svo einn náttúrufræð-
ingurinn hefir gert ótal tegundir úr því, sem annar
álítur lítil afbrigði af fáum tegundum. Á Bretlandi
telur Watson 182 jurtir, sem menn hafa verið í efa
um, hvort væru fullgildar tegundir eða eigi. Af
þessu og þvílíku sést, að tegundar-hugmyndin er
mjög á reiki hjá náttúrufróðum mönnum; í náttúr-
unni eru tegundirnar ekki fast takmarkaðar; teg-
und er að eins skipti-hugmynd, sett af mönnum, til
þess að átta sig á hinum óteljandi myndum náttúr-
unnar, en hefir ekkert verulegt gildi í sjálfu sér. í
lægstu dýra- og jurtaflokkunum kemur þetta enn
þá betur fram. Hdckel hefir, með því að rannsaka
kalksvampana, mjög ófullkomin sjávardýr, sýnt, að þar
á tegunda-hugmyndin alls ekki heima. þ>ví betur sem
menn þekkja einhvern dýra- eða jurtaflokk, því betur
sjá menn, að hinir Qarskyldustu liðir tengjast saman
af óteljandi millimyndum. Mismunur einstaklinganna
fær mikla þýðingu þegar menn líta þannig á hina lif-
andi náttúru; þar kemur fram fyrsta stigið til þeirra
kynbrigða, sem á æðra stigi verður að mismun
milli tegunda. Alfons de Candolle o. fl. hafa sýnt,
að þær jurtategundir, sem vaxa víða um heiminn,
eru breytilegastar, enda er það eðlilegt, því lífs-
skilmálarnir eru svo misjafnir, þær hafa við svo
margt að berjast, við margar ólíkar jurtir að keppa
o. s. frv. Hið sama er að segja um hinar algeng-
ustu tegundir, sem hafa mestan fjölda einstaklinga,
og er sama orsökin til þess. Með því að bera