Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 13
141
ameríku, sem ekki var þar áður, en við það hefir
svölum af annari tegund stórum fækkað; þrastateg-
und ein á Skotlandi hefir gert aðra þrastategund,
sem áður var algeng, sjaldgæfa; mórauða rott-
an er nærri alveg búin að útrýma svörtu rottunni í
Európu o. s. frv. Af þessu, sem hér hefir verið
sagt á undan, sést, að bygging hverrar lifandi
skepnu stendur i nánu sambandi við byggingu ann-
ara, og að hlutföllin milli tegundanna eru opt svo
margbrotin, að það er mjög örðugt að sjá, hvernig
þeim er varið. f»að er i svo mörg horn að líta, og
yfirburðir og ástand hverrar tegundar stefnir í svo
margar áttir í hinni „organisku" og „óorganisku“
náttúru, að það er sjaldan hægt að segja, hvað hefir
mesta þýðingu. Fysið á fræjum bifukollunnar sýn-
ist eingöngu ætlað til þess, að vindurinn færi það
úr stað, en þó hefir þetta líka mikla þýðingu fyrir
samkeppni fíflategundanna við aðrar tegundir, því
með þessu geta fíflafræin fokið á þá staði, þar sem
minni samkeppni er heldur en í kring um þá, og
þannig fjölgað og staðið öðrum tegundum fyrir þrif-
um. Brúnklukkurnar hafa ágætar sundfætur; þær
eru ekki að eins ætlaðar til þess, að kvikindið geti
vel og fimiega hreyft sig í vatninu, heldur verður
þetta og brúnklukkunum til hjálpar, er þær elta
bráð sína eða flýja óvini sína. Allt er komið undir
því fyrir tegundirnar, að þær fái einhverja yfirburði,
er geta verið þeim til hjálpar í keppninni móti öðr-
um tegundum. Ef vér nú ættum í huganum að
gera einhverja tegund þannig úr garði, að hún
fengi yfirhönd yfir nágrönnum sínum, þá mundum
vér optast verða í vandræðum með að segja, hvað
tegundinni mundi hentugast, af því hlutföllin
milli tegundanna eru svo margbrotin í náttúrunni
og oss svo ókunn, að vér sjaldnast mundum geta