Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Side 14
142
ráðið í, hver áhrif einhver viss breyting inundi hafa„
Mergur málsins er það, að allar tegundir reyna að
jölga einstaklingum sem mest þær mega og yfirbuga
allar aðrar; þær mundu ná því takmarki, ef fæðan
yxi að sama skapi, og ef ekki óteljandi einstaklingar
á ýmsu aldursskeiði færust og tortímdust af völdum
annara tegunda eða af áhrifum hinnar dauðu náttúru.
Ef vér nú hugsum um þetta eilífa tilverustríð
og þessa sífelldu baráttu, þá er reyndar leiðinlegt,
að svo skuli verða að vera, en það er á hinn bóg-
inn til huggunar, að í þessu Hjaðningavígi eru allir
öruggir og finna ekki til ótta; dauðinn er skjótur,
og þeir sem sterkastir eru, hraustastir oghamingju-
samastir, þeir lifa og auka kyn sitt.
3. Úrvalning náttúrunnar. Yér höfum áður
drepið á afbrigði tegundanna og sýnt fram á það,
að ræktaðar jurtir og alidýr geta tekið miklum
breytingum, þegar mennirnir velja það til lífs, sem
þeim sýnist, og leyfa því einu að tímgast, sem er
hentugast fyrir þá.
Nú er þessu næst að athuga, hvert náttúran
starfar nokkuð að kynbótum á líkan hátt. Menn-
irnir flytja með sér dýr og jurtir land úr landi, svo
lífsskilmálarnir breytast; við það verða tegundirnar
brigðular, þó eigi sé gjört neitt beinlínis til þess að
framleiða kynbrigði, hinir breyttu Hfsskilmálar gera
tegundina mjúka sem vax, svo hún kemur fram f
ýmsum myndum. Líkt á sér stað í náttúrunni. Vér
vitum, hve óendanlega margvísleg áhrif hinar lif-
andi verur hafa hver á aðra og hve lífsskilyrði teg-
undanna eru margbrotin ; af þessu leiðir aptur, að
smábreytingar á byggingunni geta eptir kringum-
stæðunum á margan hátt verið til nytsemdar fyrir
einstaklingana og tegundirnar. £f þau afbrigði
koma fram, sem eru þörf og hentug hverri tegund