Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 24
152
líkan hátt fer vöxturinn í lífstré náttárunnar; jarð-
veg'urinn er fullur af dauðum blöðum, kvistum og
brotnum greinum, það er að segja: af steingjörvum
tegundum, en trjákrónurnar grænka og blómgast,
og limið breiðist út yfir alla jörðina.
Kynbætur náttúrunnar stefna allar að því marki
og miði, að safna saman og viðhalda þeim eiginleg-
leikum, sem hentugastir eru eptir kringumstæðun-
um fyrir hverja lifandi skepnu; á þenna hátt full-
komnast smátt og smátt meginþorrinn af öllum lif-
andi verum á jörðinni. En þá kemur fram önnur
spurning: hvað er fullkomnun? Ur því er ekki
allt af gott að skera. Vér köllum það framför hjá
hryggdýrunum, ef þau nálgast manninn á einhvern
hátt, einkum ef taugakerfið og hinir andlegu eigin-
legleikar fullkomnast. f>að fer fjarri því, að menn
séu ávallt á sama máli um það, hver flokkur eða
hver tegund sé fullkomnari; hugmyndin um full-
komnun verður allt af mannasetning, sem nokkuð
hagar sér eptir hvers eins áætlun, og maðurinn
miðar allt við sjálfan sig. J>að verður komizt næst
með því að segja, að dýrið eða jurtin verði því
fullkomnari, því betur sem hvert líffæri er lagað
fyrir þann verknað, sem það á að hafa á hendi, og
verkum líffæranna skipt sem bezt niður bæði inn-
byrðis og gagnvart hinni ytri náttúru. fað er opt
mjög mikill ágreiningur meðal náttúrufræðinganna
um það, hvað æðst skuli kalla í hverjum flokki;
sumir setja t. d. meðal fiskanna hákarlana fremsta,
af því þeir eru skyldastir skriðdýrunum; aðrir setja
þá af beinfiskunum efsta, sem hafa fullkomnasta
fiskmynd; sumir grasafræðingar setja þær plöntur
efst í röðinni, sem hafa fjöibreyttust líffæri, bikar
og krónublöð, duptbera og duptvegi í hverju blómi
o. s. frv., en aðrir álíta þær fullkomnari, þar sem