Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 33
161
anlega lítill hluti af jarðarskorpunni er enn þá rann-
sakaður, að það er ekkert undarlegt, þó að eins
lítið sé enn þá fundið; auk þess hafa frá byrjun
orðið svo fjarska miklar breytingar á loptslagi, á
lögun landanna og á átbreiðslu hafsins, og sam-
keppnin milli hinna lifandi tegunda hefir á öllum
jarð-öldum verið svo margbrotin, að slíkar rann-
sóknir eru mjög örðugar og enn þá stutt á veg
komnar; en þó eru miklar uppgötvanir í þessa átt
gerðar á ári hverju.
Getur það verið, að dýr, sem hafa jafn-einkenni-
lega byggingu og lifnaðarhátt eins og leðurblök-
urnar, séu komin af öðrum dýrum með frábrugðnu
sköpulagi og lifnaðarhætti? Er það mögulegt, að
kynbætur náttúrunnar hafi framleitt jafnhliða svo
ómerkilegt líffæri, eins og halann á gíraffanum, sem
að eins er notaður til þess að reka burt flugur, og
hins vegar eins samsett og fagurt líffæri, eins og
augað?
Darwin segist opt hafa verið spurður að því,
hvernig það gæti verið, að rándýr á landi gæti
orðið að rándýri í sjó; því hvernig gæti rándýr ver-
ið í millibilsástandi og lifað bæði í sjó og á landi?
f>að er ekki örðugt að svara þessari spurningu, því
ýms rándýr er bæði láðs og lagar dýr; marðarteg-
und ein í Norðurameríku (Mustela vison) hefir t. d.
sundhúð milli tánna og líkist að mörgu fiskiotrum;
á sumrum lifir mörður þessi á fiskum, en á vetrum
lifir hann sem aðrir merðir á landi á músum og
öðrum landdýrum. Verra er að svara þeirri spurn-
ingu, hvernig skorkvikindaæta ferfætt getur orðið
að fljúgandi leðurblöku, og þó má finna ýmsa milli-
liði bæði hvað snertir skapnaðarlag og lifnaðarhátt.
í íkornahópnum eru margir milliliðir frá vanalegum
Tímarit hina íslenzka Bókmenntafélags. IX. 11