Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Side 36
164
innar komist í rétta fjarlægð frá þessum ófullkomna
ljósbrjóti, svo myndir úr umheiminum geti orðið til
á enda sjóntaugarinnar. Hjá liðdýrum og hrygg-
dýrum má finna alls konar stigbreytingar í bygg-
ingu augans, og er það allt svo margbrotið, að
ekki er hægt að lýsa því hér, en vér höfum að eins
viljað sýna, að það má fylgja auganu eins og
hverju öðru líffæri frá lægstu myndum til hinna
æðstu, svo það er ekkert undarlegt, þó úrvalning
náttúrunnar og kynbætur hafi fullkomnað þetta líf-
færi eins og önnur á mörgum miljónum ára, og það
því heldur, sem augun eru svo mikilvæg fyrir lif dýr-
anna og þýðingarmikil i bardaganum fyrir tilverunni.
Ef hægt væri að finna eitthvert það Hffæri hjá
hinum hærri dýrum, sem ekki líka kemur fyrir á
lægri stigum og i ófullkomnari mynd annarstaðar,
væri það mikill hnekkir fyrir kenningar Darwins;
en menn þekkja ekki enn þá neitt slíkt líffæri, þó víða
vanti ýmsa milliliði, eins og eðlilegt er, eptir þvi
sem fyr hefir verið frá sagt. Sum líffæri hafa þann
uppruna, sem menn sízt mundu ætla; hjá hinum
iægri dýrum er byggingin opt svo einföld, að sama
líffærið eða sami líkamspartur getur haft margs-
konar verknað á hendi; hamskiptingar af glerílug-
um (libellula) notaj garnirnar bæði til öndunar og
meltingar; armpolýpum (hydrae) má snúa við eins
og vetlingsþumli, svo maginn verður að úthverfu,
og þó getur sá hluti, sem áður sneri út, melt fæðuna
eins og ekkert hefði í skorizt. Hjá þess konar
dýrum getur úrvalning náttúrunnar umbreytt því
liffæri, sem áður hafði tvenns konar störf á hendi,
þannig, að það verður hentugt fyrir eitt starf ein-
göngu. Stundum hefir sama dýrið tvenns konar ó-
iík líffæri, sem þá hafa sama starfa á hendi; sumir
fiskar, sem, eins og eðlilegt er, nota tálknin til önd-