Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 51
179
snögglega, en hann segir, að það megi til að gera
dýrinu óþægindi og jafnvel skaða, að augað færist
smátt og smátt. Hinn sænski fiskafræðingur Malm
hefir nákvæmlega rannsakað ummjmdanir flyðranna
og kolanna. f>egar unginn er nýkominn úr hrogni,
syndir hann uppréttur, en nú er fiskurinn svo flatur,
kviðuggar og eyruggar mjög litlir og sundmaginn
enginn; hann þreytist því fljótt og dettur þráfaldlega
á hliðina og liggur mókandi við botninn. Malm
tók eptir því, að flyðru-ungarnir, meðan þeir lágu^
allt af voru að reyna að snúa neðra auganu upp á
við, og af því nú beinin á þeim aidri eru mjúk og brjósk-
kennd og vöðvarnir sterkir, sem draga augað upp á
við, þá mjakast það dag frá degi nær röndinni og“
kemst loks upp fyrir hana. Hjá æðri dýrum geta
beinin líka breytzt og aflagazt, meðan þau eru mjúk
og brjóskkennd, af samdrætti vöðvanna; álangeyrð-
um kanínum hangir stundum annað eyrað fram og
niður og breytist þá beinabygging haussins af þung-
anum. Malm tók líka eptir því, að laxar og aðrir
fiskar liggja opt á hliðinni, meðan þeir eru kornung-
ir, og snúa þeir þá auganu á sama hátt, eins og
flyðruungarnir; en líkami þeirra fer brátt að vaxa á
annan hátt, svo þeir geta synt uppréttir og haldið
jafnvægi f vatninu; þessir fiskar verða því ekki eins
hroðalega rangeygðir, eins og kolarnir; aptur á móti
l'gg'ja lúðurnar allt af optar og optar á hliðinni, eptir
þvf sem þær eldast, af því vöxtur líkamans verður
allt af hærri og hærri og þynnri og þynnri. Vog-
merin (Tracliypterus arcticus) liggur, að sögn Malms,
opt á vinstri hliðinni á botninum, og syndir skáhallt
gegnum vatnið; þar eru líka höfuðbeinin dálítið skökk.
f*að sést á þessu, að augað hefir smátt og smátt
12*