Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 53
181
þroskun hvers dýrs, og líka á því, að bera saman
margar tegundir og ættir; kalkbroddar og kalkagnir
hjá slöngustjörnum eru af samskonar toga spunnar;
það má jafnvel fylgja þessum verkfærum alla leið
til sæbjúgnanna (Holothurioidea); þar eru smáagnir
úr kalki í húðinni, lagaðar eins og akkeri, og eru
þessar kalkagnir fyrsti vísirinn til þessara líffæra,
sem koma fram sem broddar, gaddar og tangir hjá
ígulkerunum.
Mivart er engan veginn á móti því, að dýr og
jurtir hafi fullkomnazt frá lægri myndum, en hann
álítur ekki, að úrvalning náttúrunnar hafi jafnmikið
að þýða eins og Darwin heldur, og þykist ekki geta
fundið nægilega milliliði, er sanni breytingarnar.
Mivart heldur, að margar breytingar hafi komið fram
allt í einu, og á þann hátt hafi getað myndazt teg-
undir. Darwin segir, að reyndar komi stundum fram
hjá alidýrum snögglega nýir, sérstakir eiginlegleik-
ar, en þeir hverfi aptur, ef maðurinn ekki sérstak-
lega hlynnir að þeim með kynbótum; eins getur í
náttúrunni nýr eiginlegleiki komið fram, en Darwin
heldur, að slíkar breytingar mundu fljótt hverfa apt-
ur; slíkar tegundir, myndaðar svo skyndiiega, væru
eins og nokkurs konar aðskotadýr í náttúrunni í kring
og samsvöruðu henni ekki; þeim yrði því hættara
við áföllum, og auk þess mundi æxlun viðskylddýr
aptur fljótt afmá hið einkennilega, úr því það er fram
komið allt í einu og ekki fyrir brýna þörf. Eitt er
það, sem bersýnilega mælir á móti skjótum breyt-
ingum tegundanna; það er fósturfræðin (embryologi);
þegar fóstrið er að þroskast í móðurkviði, sjást ekki
á því neinar snöggar breytingar, fullkomnunin verð-
ur hægt og hægt; framan af t. d. er enginn munur
á fugls- eða leðurblökuvæng og á hestfæti, en að-
skilnaðurinn gerist smátt og smátt f vextinum með