Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Side 58
186
Til þess að gera það ljóst, hvernig hvatirnar geta
breytzt við úrvalning náttúrunnar, tekur Darwin
þrjú dæmi, sem eg skal stuttlega skýra frá.
Gaukurinn (Cuculus canorus) er algengur um
alla Norðurevrópu, en aldrei kemur hann hér til iands;
hann er alþekktur fyrir það, að hann ungar ekki
sjálfur út eggjum sínum, en verpur þeim i hreiður
annara fugla. Smáfuglarnir unga út gauksegginu
eins og sínu eigin eggi og annast ungana; gaukur-
inn verpir að eins einu eggi í hvert hreiður
og lætur sitt egg að eins þar sem egg eru fyrir;
þegar gauksunginn kemur út úr egginu, er hann
ljótur og illa fiðraður, en ákaflega matlystugur;
fósturforeldrarnir mega sífellt vera á ferðinni til
þess að tína skorkvikindi í þetta gráðuga gin, sem
aldrei þegir, en er sí-emjandi af sulti; gauksunginn
vex fljótt, hreiðrið verður of litið fyrir alla ungana,
en þá sparkar hann fósturbræðrum sínum út úr
hreiðrinu, svo þeir drepast; stundum kemst
hann ekki fyrir í hreiðrinu og sezt á grein
eða kvist þar i nágrenninu, en fósturforeldr-
arnir mega allt af vera á ferðinni til þess að safna
fæðu; þau eru þá búin að missa sitt rétta afkvæmi,
en leggja þó svo hart að sér að troða fæðu í þessa
boðflennu, að þeir opt svelta sjálfir. Til þess að
fá einhverja vitneskju um, hvernig hvöt þessi er
fram komin hjá gaukunum, rannsakar Darwin lifn-
aðarhátt ýmsra annara gaukategunda, til þess að sjá
millistig i þroskun hvatanna. Ameríku-gaukurinn
(Coccyzus americanus) býr sjálfur til hreiður og ung-
ar út eggjum sínum, en ber þau þó stundum í
hreiður annara fugla. Adolf Möller hefi fært nægi-
leg rök fyrir því, að vanalegi gaukurinn einstöku
sinnum ungar sjálfur út eggjum sínum og safnar
fæðu fyrir ungana; þar er þá apturhvarf til hinnar