Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 62
190
í sameiningu upp i furutré til þess að leita að blað-
lúsum. Að sögn Hubers hefir þessi maurategund
í Sviss fleiri þræla en á Englandi; þeir vinna með
húsbændum sínum að húsabyggingum og þeir einir
opna og loka dyrum kvöld og morgna. Einu sinni
sá Darwin stóra hópa af Formica sangvinea, sem
voru að flytja búferlum úr einu búi í annað, en þar
báru húsbændurnir þrælana, gagnstætt því sem fyr
var frá sagt um Formica rufescens; einu sinni sá
Darwin rauðu maurana ráðast á maurabú af teg-
undinni Formica fusca, sem opt er gjörð að þræl-
um og er miklu minni en Formica sangvinea; þeir
biðu ósigur og urðu frá að hverfa við svo búið;
drápu þó nokkra og fluttu með sér skrokkana til
fæðu; aðaláform þeirra var að ná í púpur, til þess
að ala þær upp og gjöra svo úr þeim þræla; en
það tókst ekki í þetta sinn; Darwin tók þá nokkr-
ar púpur af tegundinni F. fusca og lét þær nálægt
orustustaðnum, en þær tóku rauðu maurarnir þegar
í stað og báru þær heim til sín sigri hrósandi. í
sömu héruðum lifir enn þá ein maurategund, gul á
lit (Formica flava); þessir maurar eru minni heldur
en hinir rauðu, en ákaflega illvígir, svo hinum
rauðu stendur stuggur af þeim, enda ráðast stund-
um hinir litlu gulu maurar á hina, þó stærri séu,
með mesta ofsa og hugrekki; Darwin lét saman
púpur af báðum tegundunum, F. fusca og F. flava,
en rauðu maurarnir gátu þekkt þær sundur og
voru jafnvel hálf-hræddir við púpur gulu mauranna;
þó sóttu þeir þær líka seinna, þegar þær voru
orðnar fullvissar um, að foreldrarnir ekki voru í
nánd. Einu sinni sá Darwin um kvöld heilmikla
fylkingu af rauðum maurum á heimleið með miklar
byrðar; sumar voru með púpur, sumar með maura-
skrokka o. s. frv.; þær höfðu unnið og rænt maura-