Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 64
192
verður ekki eins undarlegt eins og það sýnist í
fyrstu. það má finna ýmsar ófullkomnar hvolfa-
myndanir hjá sumum býflugnategundum og lögun-
in á hverju hvolfi stendur í nánu sambandi við
myndunina á næstu hvolfum; humlabý búa til stutt-
ar pípur úr vaxi og sumar óreglulega hnöttótt hólf.
Býtegund ein frá Mexico, Melipona domestica, stendur
hvað líkamsbyggingu snertir mitt á milli humlabýja og
hunangsflugna þeirra, sem mennirnir nota; þessi teg-
und býr til nokkurn veginn reglulegar hvolfakökur
með sívölum hólfum; í þeim ala þær upp unga sína; en
þar eru einnig önnur hólf stærri, nærri kúlumynduð,
og geyma þær í þeim hunangið; þessi kúlumynd-
uðu hólf þrýsta hvort á annað, og ef kúlufletirnir
væru reglulegir, mundu þeir skera hvor annan; en
þar byggja býflugurnar slétta veggi á milli, þar
sem þau annars ættu að skerast; ef mörg uppruna-
lega kúlumynduð hólf þrýsta hvert á annað, geta
við það skapazt strend og hornótt herbergi; þetta
eru því nokkurs konar millistig á milli humla-
búanna og reglulegu hvolfanna hjá vanalegu hun-
angsflugunni. Hjá hunangsflugunni (Apis mellifica)
liggja hvolfin í tveim lögum, hvert hólf er sex-
strendur stuðull með þrihyrndum sljóvum oddi, sem
myndast af þrem tiglum; þessir tiglar taka um leið
þátt í oddmyndun þriggja hvolfa í hólfalaginu á
móti. Ef vér berum saman byggingar býflugna-
tegundarinnar Melipona og vanaleg býflugubú, þá
sjáum vér, að Melipona mundi hæglega geta bætt
svo byggingu sína, að hún yrði hér um bil eins og
hjá hunangsflugunni, og um leið sér maður, að hin
einkennilega lögun hvolfanna er svo til orðin, að
upprunalega hnöttótt hvolf hafa verið byggð svo
nálægt hvert öðru, að þau hlutu að verða strend
og takmarkast af beinum flötum. Darwin hefir með