Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 72
200
Frá Elliðavatni fluttist Magnús Stephensen
1771 með foreldrum sínum að Sviðholti á Álpta-
nesi1; tók þá við lærdómskennslu hans einn og al-
gjörlega sá góði og gáfaði, síðan í mörgu svo vel-
lærði og forþjenti con- og pro-rector á Hólum
Halldór Hjálmarsson, sem allt til haustsins 1773, þá
hann fjekk conrectorsembættið þar, var og hafði
lengi verið handskrifari föður hans og fyrstur kennt
Magnúsi að draga til stafs, sjálfur einhver enn á-
gætasti skrifari sinnar tíðar. Með þessa góða manns
tilsögn fór sveininum mikið fram bæði með lærdóm
og skrift, því hann ætlaði honum hóflega skamta,
leyfði ungdómsins glaðværð nauðsynlegt frísprok og
endurhressingu, æfði hann þess á milli með alúð við
latínskan stýl, lagði allt yfrið vel og nákvæmlega
út, og allar venjulegar reglur fyrir honum með góð-
semd og blíðu, og vakti algjörlega Magnúsar lær-
dómslyst; en þessi naut einungis um tveggja vetra
tíma hans lengi síðan söknuðu kennslu að, nefnilega
1771—73, því við burtför hans seinna árið tók við
henni sama ár úr skóla útskrifaður á Hólum Olafur,
tiltlaður prófessor, Ólafsson, nú í Norvegi, sem þá
varð skrifari föður hans, maður, að minnsta kosti
þá, lítt lærður eða lagaður til kennslu skólalærdóms,
hirðulítill við hana, en þá og síðar alþekktur stór
og ólempinn að lunderni, en samt dágóður skrifari.
f>essa harðgerðu yfirdrottnun þoldi Magnús, þá á
11. ári, illa, enda tók hann sárlitlum framförum í 3
vetur við hans ljelegu tilsögn, hverja hann nauðug-
lega þýddist; en eptir siglingu Ólafs til Kaupmanna-
hafnar 1777, kenndi honum um eins vetrar tíma,
1) Ólafur amtmaður hafði flutzt að Elliðavatni frá Bessa-
stöðum vorið 1770, þegar Thodal varð stiptamtmaður og sett-
ist að á Bessastöðum. XJtg.