Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Side 81
209
góða fræðara, biskups Hannesar, þektust fyrst rjett
og urðu víðræmdar námsgáfur hins og fágæt iðn á
svo ungum aldri. Báðir hrr. biskuparnir, Dr. Finn-
ur og Hannes, höfðu sjerlegar mætur á þessum
sveini, voru honum sem feður, og höfðu gaman af
að reyna hann og spauga við opt og tíðum, og
þegar sá gamli Dr. Finnur einstökum sinnum hafði
tekið sjer aldurdómshressingu, hringdi hann ætíð á
Magnús til að rabba við, með mikilli glaðværð, og
mátti hann þá vart við hann skilja. Eins unnti
rector magister Bjarni Jónsson honum sjerlega, bauð
honum til the-veizlu inn til sín hvern helgidag — því
Magnús smakkaði aldrei kaffi, fyr en við fertugs-
aldur 1801 — þótti gaman að spjalla við hann, sem
fýrugan, glaðsinna og gáfaðan ungling þá, ætíð þó
siðprúðan, hverjum allir unntu, því, áður en hann
sigldi, átti hann víst engan. öfundar- eða óvildar-
mann, enda var af engu þá að öfunda hann, nema
náttúrunnar honum ósjálfráðu gjöf, góðum gáfum
og bezta foreldri, öllum forgefins öfundarefni.
Eins og hans góði lærifaðir lagði hann undir
öll opinber skólans lærdómspróf, strax um haustið
1778 og síðan, bauð hann Magnús um vorið 1779
rectori, magister Bjarna Jónssyni fram til reynslu um
framfarir hans i skólanum fyrirsettum lærdómsmennt-
um og til dimissíónar. þ>ar um vitnar velnefnds rect-
orsMagnúsi útgefið testimonium dimissíónis þann 24.
maí 1779 (ix Calend. Junii), sem tjáist vera eitthvert
það bezta, sem mag. Bjarni í sín 30 embættisár sem
rector útgaf, því það vitnar engu síður um gott
framferði og siðgæði en gáfur og iðn Magnúsar.
Oflangt kann það virðast til þess að útskrifast hjer
allt, en nóg að sýna hjer þess eptirfylgjandi
greinir:
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags.IX. 14