Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 87
215
eyri. Veðrið lægði um miðjan dag þ. 28. septemb.,
kom þá bátur úr landi að skipsborði, og fór Magn-
ús slyppur í skársta fatnaði sínum með honum í
land, fjekk með nauðung (því bændur hýsa þar
trauðlega ferðafólk, en vísa því á gestaherbergi í
nánd) gistingu nóttina eptir hjá bónda í Sjálandi,
litlar veitingar og minni skemmtun um kvöldið við
að hlýða á kámugt og yfrið ósvinnt hjal þess og
sjá siði því samboðna, öllu lakarisjóbúða siðferði, hvar
hann til þekkti á íslandi. Morguninn eptir fjekk hann
því bóndann þar keyptan til að keyra með sig í bónda-
vagni sínum til Kaupmannahafnar, 8 danskar mílur
þaðan, og náði loks þangað í fulldymmu á sjálft Mikj-
álsmessukvöld, og lá þar í gestaherbergi um nótt-
ina, þar sem bóndinn vísaði honum á og flutti hann
að; en sá fyrsti matur, sem hann í þeim höfuðstað
ríkisins smakkaði um kvöldið, var gæsasteik, því
eins og hjer er innlendra flestra landsvani að borða
hangið kjöt um hátíðir, er þar allra, sem geta, að
borða gæsasteik á Mikjáls- og Marteinsmessum um
miðdegi og kveld.
Daginn eptir, nefnil. 30.septbr., var honum fylgt
til kunningja hans á Regentsi, og þaðan til Olafs
síðan prófessors Olafssonar fyrrum kennara hans,
lélegs nóg, um 3 vetur, og skrifara föður hans, hvern
þessi í mörg ár styrkti með álitlegri peningahjálp
og gjöf. Honum var Magnús því falinn til veg-
leiðslu fyrsta kastið, á meðan hann kynntist þar við,
en algjörlega konferenzráði Jóni Eiríkssyni og etaz-
ráði Andrjesi Holt, vinum föður hans. J>essi síðari
var höfðingi landkommissíónar þeirrar, sem hingað
var send 1770. Til Jóns Eiríkssonar og beggja hafði
Magnús sjerleg brjef, en gat þau ekki afhent, fyr
en honum var búinn allur klæðnaður, stúdentum
sæmilegur, eptir þáveranda sniði og venju. Báðir