Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 95
223
þjónusta sig og kvaddi, sem til fulls skilnaðar, sinn.
góða vert Gamborg, konu hans og aðra kunningja^
sem uppi stóðu og jafnaðarlega vitjuðu hans, meðat
hverra honum veitti stöðuga ásjá og hjúkrun nótt
og dag að kalla á meðan sóttin mest geysaði, og
höfuðórarnir hjeidu við, hans góði náfrændi Gísli,
síðan prófastur í Odda, pórarinsson. Engin læknis-
meðul urðu honum að liði til að sefa sóttina fyr en
hans nákvæmi læknir, eptir 3 vikna legu, bað hann
samþykkis til að reyna mikla blóðtöku, sagði hon-
um fyrir, sem sjerlega máttdregnum, að hún verða
mætti hættuleg, en þessi sjúklingur var þá vel og
kristilega undir sinn viðskilnað búinn, og girntist
hann þá, eins og í öllum þungum sóttum, miklu
framar en lengra veikburða líf, og bað því læknir
sinn —að nafni Beaufin— reyna hvað honum litist.
Sló hann honum æð á hægra handleggi, ljet drjúgt
blæða—og, með nokkru millibili, tvisvar uppblæða—
hjer um einn thebolla fullan í senn. í seinasta sinni
leið M. St. í aungvit—raknaði við alþakinn ísköldum
svita, en svo máttfarinn, að vart gat rjett læknirn-
um hönd til þakkar og síðustu kveðju — en fann
lítið til verkja, kaldur upp fyrir knje, og bjóststrax
við sínu andláti; en Beaufin granskoðaði þessar um-
breytingar, fann svitann um allan hans kropp, hopp-
aði upp af fögnuði og sagði: „þ>ú ert viss að lifna
við aptur“, en M. St. hjeit hann hjala óráð. Svo
rættist samt spá hans, að verkirnir fóru síðan rjen-
andi, en það staklegasta magnleysi hjelzt svo lengi
við, að fullar 7 vikur má telja frá því hann lagðist,
uns hann þoldi eða fjekk á ný læknisleyfi til að taka
til fyrri lærdómsiðna.
f>essi drepsótt er enn í dag markverð í Dan-
merkur drepsóttar sögu. Framt að 150 stúdentar
gengu ásamt M. St. á collegia prófessora daglega,.