Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 96
224
«n af þeim komu vart 40, þá sóttin tók að geysa,
til þeirra, því hinna vel flestir voru lagstir, — og
margir af þeim deyðu úr henni. Hversu næm og
mannskæð hún var, má ráða af kóngl.tilskipun, sem
út kom þann 17. apríl 1782, þá þessi influenza-sótt
geysaði hæst1, og fyrirbauð í § 5. óviðkomendum
að vitja sjúklinganna, og allar sorgar- eða almúga-
samkomur þar, sem sú, eða önnur næm sótt geysar,
og í § 6. skipaði að jarða þá úr næmum sóttum
dánu, innan fullra 4 dægra, í sama fatnaði, sem
þeir önduðust í, bika líkkistur þeirra innanvert, og
grafa 4 álna djúpt í jörðu; en bannaði allar lík-
fylgdir af öðrum en nauðsynlegum Hkmönnum.
Undir eins og M. St. hresstist svo við af þess-
ari skæðu og löngu legu, að hann og læknirinn
hjeldu fært, að hann gæfi sig við stúderingum, hjelt
hann þessum fram, óaflátanlega og svefnlítið, um
-of, langt fram á nætur, en gjörspillti þar með heilsu-
fari sinu um mörg ár þar eptir — ætíð veikbyggðu
undir; leyfði sjer enga hvíld eða endurhressingu, en
lagði alhuga á að nema til fullnustu allt hvað krafð-
ist til annars eða philosophisks examens með heiðri,
og að ná þessu undir eins og hinir, sem í septbr.
fyrra árs deponeruðu, eður 3 mánuðum fyr en hann,
nefnil. í júlí 1782. þ»ó þessi langa lega hans kippti
svo miklu úr — eptir hverja hann fyrst um haustið
fann sig alheilan aptur, þar nú tilskipun frá n.
1) þessi tilskipan gildir hjer á landi enn í dag ; varð hjer
lögleidd með tilskip. frá 5. sept. 1794, með þinglýsingu þ. 8.
júlí 1795, sem þess árs lögþing.b. vottar, á bls. 4; aptur inn-
skerpt með plac. frá 27. maí 1808; þetta frá stiptamtinu aug-
lýst, prentað á íslenzku 10. okt. 1809, og eptir kanselí-skipun
frá 8. júní 1808. Síðan uppfest á allar kirkjudyr, öll þinghús
við næstu þinghöld og almúgasamkomur, og á sjerhverja kram-
búð í landinu.