Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 98
226
hann þar úr ítarlega, gaf honum opinberlega lof og
málaði stóra stjörnu framan við hans laudabilem.
Svo rjettvís og óhlutdrægur var þá þessi hálærði
dánumaður, að Oddur Vidalín, hvers iðn hann unni
við áheyrslu hans kenninga i 2 ár, fjekk að eins
haud. illaudabilem hjá honum, af því honum tókst
miður; en M. St. * laudabilem, þó hann vanrækti
hinar, fyrst honum reyndist hann samt betri.
Um kvöldið dró M. St. sig mjög örþreyttur
til konferenzráðs Jóns Eiríkssonar, og sýndi honum
sinn caractera-seðil, fagnaði hann honum sem góð-
ur faðir barni sfnu, og ljet hann borða og drekka
með sjer vín um kvöldið. Daginn eptir til etazráðs
Holts, og sýndi honum seðilinn, tók hann um háls
Magnúsi og kyssti hann og ljet hann um miðdegið
borða hjá sjer. Síðan sló M. St. slöku við stúder-
ingar ágúst út til endurhressingar og hvildar sjer,
enda bauð Jón Eiriksson honum að fylgja frú sinni
og 2 dætrum — Margrjeti og Steinunni, út á Frið-
riksberg hvern fimtu- og sunnudag — á sumrum og
vera þar með þeim í góðu yfirlæti, því þar hafði
hann leigt þeim sumarherbergi í Bakkahúsinu, svo
nefndu, til heilsubótar og skemmtana, eins og flestra
tignarmanna í Höfn er siður til þá að búa úti á
landi.
í>ó nú annað examen væri vel yfirstaðið, hjelt
M. St. samt áfram, eins ogfyrsegir bls. 219, i nokk-
ur ár að hlýða á fyrirlestra háskólans lærimeistara
privatissima í náttúrufræðum, og yfirfara nýjustu og
beztu physisk verk. Einninn í Chymie. En nú leið
þá hausta tók 1782, að þeim tíma, að hann skyldi
gefa sig að sinum tilkomandi, svo nefndu brauð-
studiis. Vildi hann þá — hversu sem geistleg
fræði voru honum hugleikin — hlýðnast sínum góða
föður og leggja fyrir sig lögspeki, á hvað hans