Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 110
238
M. St. þá skemmtinn og glaðsinna og lipur til danza
og kjöri því opt f samkvæmum að danza með hon-
um, enda var hann ný-dimitteraður úr danzskóla
í Kpmhöfn og hafði til skilnaðar af danzmeistara
sínum — eins og margir lærisveinar hans — þegið
gjöf tveggja bóka í dálitlu grallaraformi, vel og
nett bundinna í gyllt marmarabindi, og var venja að
borga honum þær ríflega. Á annari voru hjer um
60 af nýjustu engelskum dönzum, contradanzar, vals-
ar, rílar og menuet, allt númerað ; en á hinni nót-
ur til þeirra danza til að spila fyrir á flautu og fíó-
lín-hljóðfæri. Hvorttveggja þótti þar nýtt og yfrið
fagurt, og voru margir sóignir í að nema þá danza
og fá bækurnar til láns í danz-samkvæmum, því þeir
eldri, sem þar voru á gangi, þóttu þá útslitnir og
gamlaðir. M. St. færði þvi optar nýju danzana
fyrstur upp með frú Fjeldsted, sem var orðin þeim
vön heima. J>au góðu hjón áttu einungis eina dótt-
ur, Jóhönnu, þá (1784) 12 vetra, henni ljetu þau M.
St. fyrstan kenna að danza, og er hún nú kammer-
herrainna v. Hoppe, móðir fyrrum stiptamtmanns
P. F. Hoppe’s. f>egar fram í sótti, var viðtekið á
Hólmagarði, þegar hjónin heima voru, að til danz-
æfinga frökenar Fjeldsted skyldi þar heima danza
annaðhvort kvöld, en hitt spila l’hombre. J>ó varð
ei hægt að fá þar fleiri en 3 pör f danzinn, nefni-
lega þær mæðgur og konu nýorðins capellans þar
skammt frá, en karlmenn voru lögþingisskrifari
Therkelsen, sem þar var með Fjeldsted, nefndur
capellán, og M. St. (Therkelsen varð um tíma kring-
um 1800 general-póstkasserer f Kaupm.h., en missti
það brauð vegna einhverrar reikninga óreglu og
fjekk samt litlu seinna eitthvert gjaldkera brauð í
Stafangri í Norvegi). En danzleikarnir utanhúss í
heimboðum til Mandals og Christianssands urðu