Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 111
239
bæði tíðir og fjölmennir, og var M. St. bæði í sam-
fylgd með etazráði Fjeldsted eptir J>rettándann til
lögþinganna þar (samkvæmt NL. i—3—7.) og dvaldi
þá þar í hálfan mánuð; líka með honum að heimboði
stiptamtmanns kammerherra Adelers á burðardag
konungsins, hvar hann veitti fjölda gesta sinna, auk
nægðar af dýrmætum vínum, hjer um 60 rjetti mat-
ar (víst 4 sinnum fleiri en konungur hafði eða sá
núverandi hefir á eigin háborði sinu). Um kvöldið
danz'lði M. St. í 70 para danz-samkvæmi á ráðstofu-
sali þessa staðar til apturbirtu.
Nokkru seinna heimsótti kammerherra Adeler
Fjeldsted á Hólmagarði í bezta sleða-hjarni; kom
hann þangað með fylgd heldri manna í 26 sleðum,
og var fjöldi af klingjandi bjöllum, misstórum og
misrómuðum, utan um hvern hest; tók hann með
sjer í þá ferð margt ungt fyrirkvennfólk úr Mandal
upp þangað, og sat allt þetta fólk að stórveizlum á
Hólmagarði í 3 nætur og 2 daga; og var þar allar
nætur danzað til apturbirtu, en sofið fram undir
rökkur ; þá sezt að borðum—en svo danzað. M. St.
varð veikur í viku eptir veizlur þær og danzana í
3 nætur samfleyttar, en hvað þær útdrógu úr búi
Fjeldsteds má nærri geta; enda áttu þau góðu,
gestrisnu hjón jafnan erfitt með að láta ársins inn-
gjöld hrökkva til útgjaldanna. — Spilum var M. St.
alla æfi sína sjerlega frábitinn, en þar fann hann
samt ekki hæfa þá ósvinnu, að hafna þeim um vet-
urinn, hvar hann þá svo miklar góðgjörðir, og æfð-
ist — en þótt sárnauðugur—þar við margvísleg spil,
því bæði voru þau beztu hjón mikið fyrir þau gefin,
en mann vantaði þar heima til spilaborðs jafnan,
hefði M. St. afþakkað. Á daginn las hann, þegar
hann gat, í juridiskum bókum hjá Fjeldsted, og
numdi mikið við iðuglegar samræður þessa fræga