Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 118
246
bending’ til hans þessi föðursins sending frá henni
á hattbandinu mátti vera honum og mörgum, með
embættinu 1783, var samt hvorki hægt framar úr
að ráða, nje heldur Stepháni sjálfum hafa í huga
komið, þvi 1782 var hann hjer trúlofaður og giptist
um sumarið 1783, sinni að svo mörgum kvennkost-
uin, forstandi og dugnaði síðan svo alkunnu góðu
frú, Ragnheiði Vigfúsdóttur Scheving. Enda var
hann þá þegar svo hygginn og framsýnn, ekki að
kjósa sjer til forstöðu meðhjálpar við stóra jörð, bú
og fjölda fjenaðar, inngjalda meðtöku og umhirðingu
af stóru klaustur-gózi neina útlenda vorum landbún-
aði öldungis óvana konu, sem litla ánægju hefðivið
hann fundið eða viljað leggja á sig hans margbrotnu
umsvifa mæðu, og fæstar—undir árlegum barneign-
um—orkað þau haganlega af hendi að leysa, jafnt
þeirri ágætu, sem forsjónin valdi honum sem konu,
og hans i8barna fjölskyldu síðan sem nákvæmustu
og beztu móður. Samt fann M. St. og fleiri, sem
iðulega komu í Jóns Eiríkssonar hús, berlega, hversu
honum og ættfólki hans þar, brá stórum við fregn-
ina um haustið 1783 af giptingu amtmannsins. Líka
tjellu þar um hann, sem opt víða í Jíkum tilfellum,
margvíslegir dómar. J>að var eptir þá fregn, að
Ólafur Ólafsson bauðst til að bæta Margrjeti missir-
inn, en bæði var þessi sjálf of miklu viti borin til
þess að hún eigi sæi hvað þenna ábrast, enda var
hún hans frekfara persónu jafnan fráhverf, en í því
tilliti sá vitri faðir þó öllu framar. Strax varð hjá
báðum fullt og vonarlaust afhögg, við hvert Ólafur,
sem þá ekki leit smátt á sig, og hafði jafnan gaman
af ungu kvennfólki.reiddist og biðlaði óðara til mal-
aradóttur, sem þarí húsinu var þjónustustúlka, hon-
um jafnan fullboðin, stór en meinhæg bryðja, með
ummælum, sem öldungis komu honum um hríð þar