Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 128
256
stólsgózins sölu— eptir kgsbr. frá 29. april 1785, §
10, gjörður brauðlaus og húsviltur maður með ætt
sinni.
f>ess vegna ljet commissarius sjer nægja, hvað
hann hjelt rjettastogforsjállegast.lauslega að framfæra
kröfur um sjerhvað upp á stólsins og dómkirkjunn-
ar inventaríum, og beggja undirliggjandi góza kú-
gilda-tölu vantandi, og færa þessa andvirði í bráð
til ansvars eptir mati virðingarmanna, en sleppti
að mestu — jarðskjálptanna vegna — öllum álags-
kröfum á hús. Samt varð sú reiknaða tilsvars-
summa alls undra mikil, en i úttektargjörðunum
tilfært allt hvað oeconomus vissi sjer til varnar að
framfæra til að komast hjá henni.
Lausaíjárauctíónin fram fór að Skálholti og sala
þess biskupsseturs strax eptir úttektina, og innkall-
aði M. St. andvirði þeirrar fyrri, hóf síðan út í frá
jarðasöluna með auctíón á Bakkarholti í Olvesi,
hvert biskup Hannes fylgdi þessum mági sínum ;
riðu þeir um nótt, komu þangað um sólaruppkomu
og lögðust þar fyrir i heygarði, en höfðu hey und-
ir höfðum sjer, hver hjá öðrum. Ljet Magnús
Stephensen þá lítinn poka með auctións-peningun-
um í undir höfuð sjer, og hjelt þeim þar bezt borg-
ið, meðan þeir svæfu; en biskup Hannes hvíslaði
að honum : „farna heldur þú, br. m.! peningunum
óhultast, en við kunnum þó að sofna fast, og þá
er hjer að slá við garðinn alþekktur gróðamaður,
N. N.“ Magnús spratt við þetta óðara á fætur,
kallaði á þenna N. N. og sagði hátt: „Hingað er
von á mannfjölda í dag, og kunna misjafnir sauðir
að gefast í mörgu fje, sofni jeg ot fast; jeg þori því
ekki að geyma poka þenna undir höfði mjer, en
trúi yður, Mr. N. N.! manna bezt til að geyma hann
•á meðan; en í honum eru 830 rd. og 32^/2 sk.,