Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 133
261
von um hans embættisdugnað í framtíð. f>ar hjá.
græddi hann annað honum jafn-markvert, fullnaðar
heilsubót við þeirri megnu brjóstveiki, með hverja
hann dregizt hafði i 3 undanfarin ár (sjá bls. 228,
230), líklega við hans mörgu og löngu sjóferðir í
3 ár, 1783—85, sem læknar telja brjóstveikum bezt
heilsubótarmeðal, máske og við brennisteinsfýlu-
loptið við eldinn og hrauna-gufuna í Skaptafellssýslu,
sje það satt, að of mikið súrefni og lífs-lopt í blóði
manna orsaki ieerð í lungum og þess bruna, við
liverjum þá verða má lækning gas azoticum eður
dauða-lopts tegunda blandan í skammti, heilbrigð-
um annars óhollum, hvers dauðaloptsnægð mikil er
að finna við brennisteins útdampana fýlu, sem eld-
gos verka í loptinu. Merkilegt má það og virðast,
að reynslan kennir ekki, að þau orsakað hafi brjóst-
veikju fólki, með þeirra slæma lopti og fýlu, heldur
ýmislegar meinsemdir aðrar, þó erfitt muni að að-
greina þær, sem leiða af þviliku lopti, frá þeim, sem
spillt og óholl fæða og hungur orsaka mega í hall-
ærum, sem optast fylgja eldgosum.—En—þá batnaði
M. Stephensen svo algjörlega hans brjóstveiki, að
hann aldrei framar kenndi hennar.
Samt græddi hann ekki fje með þeim eða
nokkrum seinni siglingum sínum, úr hverjum hann
jafnan kom fátækari ogf skuldugri heim aptur, en
hann fór. þ>að var heldur aldrei augnamið hans eða
ósk, því til dauðadags varð honum aldrei haldsamt
á peningum ; hann eignaðist og út gaf þú jafnótt
með því kaldasta blóði ; fargaði þeim framar en
flestu öðru ; hafði alls engar mætur á þeim til ann-
ars en með þeim að fá úr eigin eða annara þörf-
um bætt í bráð eða útrjett og eignast eitthvað ann-
að til hagsmuna eða ánægju sjer eða öðrum.
Við heimkomu sína til Kaupmannahafnar haust-