Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 137
265
ingar, sem finnast í 8. bindi, No. 5, 8 og 14, og út-
verkaði því fjelagi konunglega nafnbót, með allra-
náðugasta veitingarbrjefi, útgefnu 22. júní 1787, sem
finnst prentað seinast í þess 8. bindi, en sleppti
fyrst afskiptum þe-s iðna við heimför sína til ís-
lands vorið 1888, eptir það hann þann 1. maí sama
ár hafði til þess juridiska facúltets inngefið beiðni
á Iatfnu um að verða af því til juridisks attestats’s
yfirheyrður, og þar i inndregið ágrip sinnar æfisögu,
að laganna fyrirmælum. í þá daga var þess háttar
examen haldið ekki á fastsettum tfmum, heldur þeg-
ar nokkrir þess beiddu, en þar enginn fleiri en hann
um þær mundir gáfu sig fram, og hann ávísað hafði
í beiðni sinni, að hann með íslandsförum væri þá
ferðbúinn til íslands, varð fyrir hann einan emb-
ættis examen, þá, eins og siður var til, f öllum laga-
vísindanna greinum, á látínumáli einu, haldið þann
7. maí 1788, frá kl. g fmdg til þess yfir kl. 2 emdg,
og hlotnaðist honum þar við, að allra atkvæðum,
titillinn laudabilis, og sami titill degi síðar fyrir hans
specimen practicum, en þann 23. sama mánaðar og
árs, varð konunglegt embættisbrjef honum allranáð-
ugast veitt fyrir víci-lögrnanns embættinu í Norður-
og Vestur-lögdæmi íslands og honum skipað úr því
strax að gegna þar öllum lögmanns-verkum. Laun
hans voru þá í bráð óákvörðuð, unz útgjört yrði
um full amtmannslaun hans formanns, amtmanns
Stepháns f>órarinssonar og þessa algjörlegu lausn þar
við frá lögmannsembætti, hvers laun hann þá hafði
sem part sinna amtmannslauna. Hvorttveggja full-
gjörðist með kóngsbrjefum þ. 18. ágúst 1789, þá
amtmaður Stephán þ>órarinsson fjekk full amtmanns-
laun og lausn f náð frá lögmanns embætti, en Magn-
ús Stephensen varð virkilegur lögmaður f sama lög-
dæmi með fullum launum.