Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 143
271
eins reknar út eða drepnar; þó gat Lubbock ekki séð,
að þær hefðu nein merki til þess að þekkja hver aðra;
það lítur svo út sem maurarnir þekkist hvað langt sem
frá líður; þeir þekktust t. d. eptir 1 ár og 9 mánuði.
Yér mennirnir þekkjum vini vora og kunningja á and-
litsfari, líkamaburði, vaxtarlagi o. fl., en maurarnir geta
ekki þekkzt á þenna hátt; það sá Lubbock á mörgum
tilraunum. Ef hann tók egg úr mauraþúfu, víur eða
púpur, og lét þær alast upp annarstaðar, og lét svo hin
fullorðnu dýr koma í þá þúfu, er þau voru upprunnin úr,
þá þekktu maurflugurnar þar undir eins þessar aðkomu-
flugur og fóru með þær eins og vini og vandamenn.
Lubbock gerði ýmsar tilraunir til að sjá, að hve miklu
leyti maurar gætu gert sig skiljanlega hver fyrir öðrum.
Hann lét t. d. eina maurflugu (af tegundinni Lasius
niger) svelta í 3 daga, og |lét hana síðan hjá hunangs-
hrúgu; maurflugan bar með sér hunang heimleiðis, hitti
nokkra kunningja sína á leiðinni og skipti hunanginu,
sem hún bar, milli þeirra; síðan fór hún aptur einsömul
að hunangsblettinum til þess að sækja meira; hitti enn
sem fyr marga kunningja á heimleiðinni, og þegar hún
var búin að skipta milli þeirra því sem hún bar, fór hú.n
á stað í þriðja sinn og fóru þá 5 maurflugur með henni.
Lubbock komst að þeirri niðurstöðu, að maurarnir færu
sumpart eptir sjóninni og sumpart eptir lyktinni, en
hefðu ekkert mál eða bendingar sín á milli.
Lubbock gerði margar tilraunir með mesta hugviti
til þess að komast að því, hvernig sjón mauranna væri
varið. Ef hann ljet ljós skína á híbýli mauranna, þá
skriðu þeir allt af þangað, sem skuggi var á; til þess að
sjá, hvaða ljós ætti bezt við maura og hvað lakast, eða
með öðrum orðum, hver Ijós-litur hefði mest áhrif á þá,
gjörði hann ýmsar tilraunir. Ljósið er, eins og kunnugt
er, samsett af 7 litum, þeim, sem sjást í regnboganum,
og falla litirnir allir saman og mynda hvítt ljós fyrir
auga voru*; ef sólarljós fellur gegnum strent gler, þá
leysist geislinn sundur og þá kemur fram ljósband eins
og regnbogi. Mismunandi litur ljóssins kemur af mis-
munandi hraðri bylgjuhreifingu í ljósvakanum; rauði lit-
urinn hefir fæstar bylgjurnar og lengstar, en fjólulitur
flestar og styztar. Nú eru ýmsar bylgjuhreifingar í ljós-
vakanum, sem auga vort eigi grípur, t. d. geislar með
') Sbr. Andvari VIII. 1882, bls. 26—38.