Tölvumál - 01.11.1987, Qupperneq 25

Tölvumál - 01.11.1987, Qupperneq 25
að vera sem óháðust þeim tengibúnaði, sem fyrir vali verður, hvort sem það eru hægvirkar brautartengingar eða þá hægvirkar simalínur, þótt slikt hafi vitaskuld sin áhrif á notkun og afköst búnaðarins. Næst er að tiunda rök með og móti, þegar velja skal milli miðlægs og dreifðs vinnslubúnaðar. Bjarni flokkaði röksemd- irnar i fjóra flokka: 1) að heildarkostnaður verði sem hagstæðastur, 2) tæknileg atriði, svo sem góður svartimi, öryggi gagna, jöfn dreifing álags o.s.frv., 3) að umhverfi henti sem best til þróunar og gerðar hugbúnaðar, 4) mannlegir þættir, svo sem völd stjórnenda. Að þvi er varðar atriði 1), er það dreifðri vinnslu i hag, að miðverk miðlungstölva eru stórum ódýrari en þegar stór- tölvur eiga i hlut. Þróunartími minni tölvanna er auk þess skemmri, þannig að nýrri og jafnframt ódýrari tækni getur hverju sinni staðið til boða. Eins getur dregið úr sam- skiptakostnaði; þau gögn, sem notandi vill sinna, getur hann haft hjá sér. Öll uppsetning getur auk þess orðið mun ódyrari. í þessu sambandi má hins vegar telja miðlægri vinnslu ýmislegt til kosta. Geymslukostnaður stórra gagnasafna verður lægri á stóru diskunum. Nýting slikra gagna verður þægilegri og ódýrari i stórtölvuumhverfi, þannig að i slikum tilvikum getur rekstur orðið hagkvæmari. Ef hugað er að 2), tæknilegum atriðum, er það dreifðri vinnslu i hag, að svartími verður einatt styttri; notandi hefur þá gögn sin innan skjótrar seilingar, ef kerfið er vel úr garði gert, leitar uppi þann stað í netinu, þar sem álag er minnst hverju sinni og lætur keyrslu fara fram þar. Við bætist, að rekstraröryggi kerfisins getur verið tryggara; miðverk eru fleiri en eitt, þannig að bregðist ein tölva, er hlutum ekki stefnt i voða; þá getur önnur tölva tekið við. Öryggi gagnanna sjálfra verður þó óneitanlega tryggara i miðlægum kerfum; þar er hægt að fyrirbyggja óæskilega afritun gagna, sem vitaskuld er auðveldari, sé kerfið dreift. í miðlægum kerfum er ein útgáfa af gögnum nýtt, þannig að minni likur verða á ósamræmi og misvisun. Og 25

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.