Tölvumál - 01.11.1987, Qupperneq 26

Tölvumál - 01.11.1987, Qupperneq 26
almennt verður ytra öryggi betra; það er hægara um vik að hafa eftirlit með einum vélasal en mörgum. Þegar ákvörðun um breytingu frá miðlægri vinnslu til dreifðrar hefur verið tekin, er æskilegt að þau umskipti eigi sér stað i áföngum, hélt Bjarni áfram og taldi, að skipta bæri þvi ferli 1 átta þrep og meta hverju sinni kostnaðinn: 1) Miðlægt kerfi, þ.e. miðtölva og "heimskir" skjáir. -> 2) í stað "heimsku" skjáanna koma "skynugri" einingar, sem geta létt á miðtölvunni að nokkru marki. -> 3) Samruni og sameining allra neta i kerfinu. -> 4) Vinnslu dreift og aukið við deildartölvum, sem i fyrstu sinna samskiptum einvörðungu. -> 5) Hafist handa við að færa verkefni af miðlægu tölvunni yfir á deildartölvurnar. -> 6) Gögnum dreift, dreifðir gagnagrunnar verða til. Þegar þessum áfanga er náð, skortir naumast nokkuð á, að til sé orðið fyllilega dreift kerfi. Siðustu áfangarnir tveir fælust siðan i fjölgun skjáa, auknum möguleikum á nýtingu á ritvinnslu, tölvupósti o.s.frv. í þessu ferli dreifast útgjöld þannig, að i fyrri áföngum felst mestur kostnaður í tölvunum; i siðari áföngum tekur kostnaður við netstjórnina hins vegar að aukast en tölvu- kostnaður að minnka. Ýmsar hættur geta orðið samfara dreifðri vinnslu. Hætta er t.d. á, að stjórnendur missi tökin á tölvuvæðingunni; hópar innan fyrirtækis kunna að fara eigin leiðir, e.t.v. festa kaup á tölvum af mismunandi gerðum með fyrirsjáanlegum af- leiðingum; misræmi og samskiptaörðugleikum. "Hlutbestun" i dreifðu kerfi kann einnig að fela i sér hættu; gagnasafn er bestað í hluta kerfis án tillits til gerðar gagnagrunnsins sem heildar. Og af því geta hlotist jafnt misræmi sem tvitekningar i gögnum. Öryggi gagna i dreifðum kerfum getur verið næsta ótryggt; i þau geta óprúttnir aðilar sótt vandalitið, eins og dæmin sanna. Bjarni vék næst máli sinu að fyrirferðarmesta tölvunotanda landsins og jafnframt þess, sem i mestum mæli byggir á dreifðri vinnslu, en það er hið opinbera. Þótt stofnanir rikisins séu sundurleitar að stærð og eðli verkefna, eiga þær það þó sammerkt að þurfa að nýta sameiginleg gögn, ekki sist hinu sameiginlega bókhaldskerfi rikisins, sem SKÝRR annast. Eins tengjast ráðuneyti Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun. Tölvuvæðing rikisins undanfarin þrjú ár hefur ekki verið með öllu viðburðalaus, og athygli vekur, að hún hefur 26

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.