Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Qupperneq 10

Tölvumál - 01.06.1988, Qupperneq 10
□ttar Kjartansson: Fyrstu skýrslugerðarvélar íslands Eftirfarandi grein birtist í TÖLVUMÁLUM árið 1977 um upphaf gagnavinnslu hér á landi. Óttar Kjartansson tók saman. Hún er endurbirt hér með góðfúslegu leyfi höfundar í tilefni 20 ára afmælis Skýrslutæknifélagsins. Það hljómar ótrúlega, nú á árinu 1977, að ekki skuli vera nema þrettán ár síðan fyrsta gagna- vinnslutölvan kom hingað til lands og að fyrir svo sem aldarfjórðungi hafi tölvan almennt verið álitin heldur vafasamt apparat, ef til vill fyrst og fremst dýrt leikfang og ekki líklegt til afreka. Saga gagnavinnsluvéla í heiminum spannar a.m.k. eina öld og raunartalsvert lengri tíma, ef miðað er við fyrstu tilburði manna til að smíða reiknitæki. Vinnsla upplýsinga í gataspjöldum var orðin nokkuð almenn á fjórða áratugi þessarar aldar. Hingað til lands bárust fyrstu eiginlegu gagna- vinnsluvélarnar árið 1949. Hér á eftir eru tíndir saman nokkrir fróðleiksmolar um þessarfyrstu vélar: Hagstofa l’slands varð fyrst aðila hérlendis til að taka í notkun reiknivélar. í Hagtíðindum, 46. árg., nr. 2, febrúar 1964, er 50 ára afmælis Hag- stofunnar minnst og rituð saga hennar og íslenzkrar hagskýrslugerðar. Þar kemur fram, að það féll í hlut fyrsta hag- stofustjórans, Þorsteins Þorsteinssonar, að kaupa til landsins fyrstu reiknivélarnar árið 1914 og einnig, 35 árum síðar, að taka í notkun skýrslugerðarvélar og hefja vinnslu upplýsinga á gataspjöldum. Þegar Þorsteinn ræðir um fámennt starfslið Hagstofunnar fyrstu starfsárin, segir hann: „Nokkuð bætti það þó úr skák, að við stofn- un Hagstofunnar voru keyptar handa henni tvær reiknivélar, önnur samlagningavél skrifandi, sem aðallega var notuð við úrvinnslu verslunarskýrslna, en hin marg- földunar- og deilivél. Höfðu slík tæki eigi áður verið notuð hér við hagskýrsiugerð. Munu þetta vera hinar fyrstu reiknivélar, er 10//////////// TÖLVUMfiL Óttar Kjartansson var rítarí í stjórn Skýrslu- tæknifélagins 1975— 1983 ogábyrgðarmaður TÖLVU- MÁLA í samfelld 7 ár. Hann starfar hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar. fluttust hingað til lands. Margföldunarvélin nefndist Trinks-Brunsviga, og var hún bæði stærri, þyngri og hávaðameiri en vélar þær, sem nú eru notaðar, en hún var sterk og er enn í notfæru standi." Síðar í grein sinni um Hagstofuna 1914—1950 lýsir Þorsteinn aðdraganda að komu fyrstu skýrslugerðarvélanna til íslands þannig: „Sumarið 1947 kom hingað til lands norður- landafulltrúi IBM félagsins í New York, sem hefur með höndum framleiðsiu á afkasta- miklum skýrslugerðarvélum. Samdist þá svo um, að Hagstofan tæki á leigu eina sam- stæðu af slíkum vélum, er nota mætti fyrst og fremst við úrvinnslu verzlunarskýrslna, við 10 ára manntalið o.fl. fyrir Hagstofuna, en auk þess eitthvað fyrir aðrar stofnanir. En vélar þessar voru ekki til sölu og áskildi ÍBM sértveggja ára afgreiðslufrest á þeim. Komu vélarnar hingað til lands sumarið 1949 og voru settar upp í Hagstofunni um haustið og teknar í notkun. Það atvikaðist því svo, að Hagstofan, sem við stofnun sína

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.