Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Síða 14

Tölvumál - 01.06.1988, Síða 14
heillaðir af þessum tæknibrögðum tölvanna sem virðast lítil takmörk sett. I þjóðfélagi nútímans, sem einkennist m.a. af miklu rótleysi og miklum breytingum á hefð- bundnum háttum fólks, skiptir miklu að við týn- um ekki grundvelli okkar: tungu, sögu og bók- menntum. Það er forsenda þess að við getum lifað hér sem ein þjóð í sjálfsæðu ríki að við skilj- um hvert annað og eigum sameiginlegan arf til að varðveita og rækta. Tölvur og tækni eru og eiga að vera þjónar okkar en ekki herrar. Upp- lýsingatækni af öllu tagi er tæki, og það mjög mikilvægt tæki, en ekki markmið í sjálfu sér. Ég held að á næstu árum verðum við að leggja áherslu á það í skólakerfinu að nýta til hins ýtr- asta tölvuþekkingu okkar og tölvubúnað, þ.á.m. möguleika upplýsingatækninnar. Það þarf að kenna nemendum framhaldsskóia og háskóla upplýsingafræði, sem svo eru nefnd, svo þeir getir lært á tölvubanka. Það er ekki síð- ur þýðingarmikið, að mínu mati, að atvinnulífið njóti upplýsingafræðinnar, svo íslenskiratvinnu- rekendur, hugvitsmenn og athafnamenn geti notf ært sér alþjóðlega möguleika og sambönd til hinsýtrasta, íslanditil hagsauka. Það ersannar- lega verk að vinna. Góðir ráðstefnugestir, ég veit að hér verða flutt forvitnileg erindi um þróun upplýsinga- tækninnar og þróun tölvunotkunar og áhrif hennar á störf og þjóðlíf. Hér safna menn fróð- leik og varpa fram hugmyndum til gagnrýninnar athugunar. Það er einmitt þannig sem þekkingin vex og dafnar og eflir síðan alla dáð. Wlllllltllll TÚLVUMfiL

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.