Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Qupperneq 16

Tölvumál - 01.06.1988, Qupperneq 16
Gísli Már Gíslason: Vinnustöðvar í náinni framtíð Útbreidd skilgreining segir, að vinnustöð byggi á 32 bita tölvu með hágæðaskjá. Vél- og hugbún- aður fyrir einfalda en öfluga nettengingu skal vera fyrir hendi ásamt ríflegu innra minni. Sé stöðin ekki nettengd, þ.e. ef hún er ekki hluti af vinnukerfi, er krafist myndarlegs diskrýmis. Vinnustöð skal bjóða upp á sýndarminni („virtu- al memory") og víxlvinnslu verkefna („multita- sking"). Vinnustöðvar samkvæmt ofangreindri skil- greiningu hafa hingað til verið dýrar, og innlimun þeirra í stærra vinnukerfi er ekki hnökralaus í mörgum tilvikum. Einkum gildir þetta um stöðv- ar frá framleiðendum, sem ekki þjóða upp á stór fjölnotendakerfi. Verð á vinnustöðvum hefur farið hríðlækk- andi á síðustu misserum svo að nú er svo komið, að þær geta farið að taka við hlutverki hinna klassísku skjáa í fjölnotendakerfum. En þar sem verð á „vitgrönnum" skjám fer iíka lækkandi, verður ekki annað séð en að þeir hafi líka hlut- verki að gegna næstu árin. Við erum að fjalla um vinnukerfi. Vinnukerfi samanstendur af mörgum vinnustöðvum, ein- um eða fleiri miðlurum („server") og hugsanlega hefðbundnu fjölnotenda skiptivinnslukerfi („time sharing system"). í vinnukerfi framtíðar- innar geta ólíkar tölvur notað mismunandi stýri- kerfi. Ef við tökum DEC sem dæmi, þá er um að ræða VMS, Ultrix (DEC-útgáfan af UNIX), MS- DOS og væntanlega OS/2 síðar. Vélbúnaður og stýrikerfi verða valin með tilliti til hlutverks tölv- unnar hverju sinni. Rauntímavinnsla kann að krefjast annars stýrikerfis en ritvinnsla. En það sem skiptir sköpum, er að vinnukerfi framtíðar- innar bjóða notandanum upp á sama umhverfi á öllum tölvunum. Notandinn verður ekki var við stýrikerfið, eða réttara sagt hann þarf þess ekki. í mörgum tilvikum hefur hann ekki hug- mynd um hvaða tölva eða stýrikerfi liggur að baki viðfangsforritsins, sem hann er að nota. Tölvuframleiðendur framtíðarinnar (þeir fáu, sem lifa af samkeppnina) útbúa sínar tölvur not- enda- og þróunarumhverfi, sem gerir hugbún- Gísli Már Gíslason er markaðsstjórí tölvudeildar Krístjáns Ó. Skagfjörð hf. Gísli er verkfræðingur að mennt og hefur unnið bæði að tæknilegum og við- skiptalegum verkefnum. Eríndi Gísla fjallaði um vinnu- stöðvar, enda er hann fróður um það mál. aðarframleiðendum kleift að skrifa sín viðfangs- forrit óháð stýrikerfum. Ástæðan fyrir vaxandi hlutverki vinnustöðva er að sjálfsögðu sú, að notandinn fær aukna vinnslugetu á borðið hjá sér. f stærri vinnukerf- um verða sérlegir miðlarar, sem hafa það hlut- verk að veita notendum kerfisins aðgang að miðlægum upplýsingum (skrár) og jaðartækj- um, einkum dýrum búnaði eins og hraðvirkum geislaprenturum og teiknurum. Þannig geta vinnustöðvarnar verið án eigin diskrýmis og þar af leiðandi ódýrari en ella. Til hvers verða svo vinnustöðvarnar notað- ar? Þær verða notaðar eins og venjulegir skjáir í dag. En þær gegna líka öðrum hlutverkum, hlut- verkum sem sum eru alls ekki ný af nálinni. Þar má nefna myndræna tölvuvinnslu af ýmsu tagi, svo sem tölvustudda hönnun og viðskipta- grafík. Alvöru teiknivinnsla er reyndar illfram- kvæmanleg án vinnustöðva. Þá má nefna rit- 16//////////// TÚL VUMfiL

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.