Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Side 18

Tölvumál - 01.06.1988, Side 18
Guðmundur Hannesson: Megintölvur eiginleikar og hlutverk Megintölvur eða stórtölvur eru ekki aðeins stór- ar tölvur heldur er eðli þeirra og uppbygging verulega frábrugðin einmenningstölvum og meðalstórum tölvum. Auk þess að geta unnið hratt og örugglega, anna megintölvurnar oftast mörgum notendum og hafa mikið af gögnum undir í senn. Megintölvurnar þurfa og að vera jafnvígar á sívinnslu og runuvinnslu. Með háþró- aðri tækni í rökrásum og minnisflögum megin- tölvanna má ná hraða og þar með afköstum. En það þarf meira til. Hönnun megintölvanna og byggingarlag ráða í raun úrslitum. Auk miðverks hafa flestar algengustu teg- undir megintölva margar sérhæfðar tölvur er sjá um boðskipti við jaðartæki, s.k. boðrásir. Auk aðalminnis eða vinnsluminnis er sérstakt hraðminni sem „matar" miðverkið á gögnum. Nýjustu gerðir megintölva hafa sérstakt viðbót- arminni (Expanded Storage), sem geymir bið- röð gagna fyrir vinnsluminnið. Því þéttar sem einstökum einingum tölvunnar er pakkað saman því hraðari verða boðskipti milli eininganna og afköst tölvunnar aukast. Við þetta myndast mikili hiti á litlu svæði. Því hefur á síðustu árum verið lögð geysileg áhersla á varmaflutnings- og kælibúnað megintölvanna. Öll þessi háþróaða tækni kostar mikið. Því skiptir það meginmáli fyrir þá sem fjárfesta í slík- um búnaði að „brókin vaxi með barninu". Al- gengt er að notendur megintölva reikni með árlegum vexti í tölvuverkefnum er nemur 30 til 50 af hundraði. Til þess að mæta slíkum vexti hafa tölvufram- leiðendur lagt sífellt meira kapp á að varðveita byrjunarfjárfestingu tölvukaupenda. Dæmi um slíkt kerfi megintölva er IBM 3090 fjölskyldan. Minnsta tölvan 3090—120E er með eitt miðverk, hámark 32 MB vinnsluminni, 128 MB viðbótarminni og 24 boðrásir fyrir jaðar- tæki. Vélagerðarbreyting í 1 50E gefur afkasta- aukningu er nemur um 35 af hundraði. við slíka breytingu er einungis skipt út hluta miðverks. Allur annar búnaður, jaðartæki og stjórnkerfi er óbreytt. Síðan má stækka koll af kolli. Stærsta tölvan í fjölskyidunni er IBM 3090—600E sem hef- 18//////////// TÖLVUMÖL Guðmundur Hannesson er rekstrarhagfræðingur og starfar á markaðssviði hjá IBM á íslandi. Guðmundur hefur bæði fjallað um stórtölvur og smátölvur. Hann hefur góða yfirsýn yfir eiginleika þeirra og hlutverk, eins og fram hefur komið í skrifum hans. ur sex miðverk. Hámarksvinnsluminni er 256 MB, viðbótarminni 2048 MB og boðrásir 128. Þessi tölva er u.þ.b. 10 sinnum afkastameiri en 120E. Allar tölvugerðirnar nota sama stjórnkerfið MVS/XA. Því er það vart tilviljun að bæði nýju alþjóða flugbókunarkerfin, Amadeus og Galileo, munu vinna á IBM 3090 samstæðum. Hér á landi nota Skýrr og Reiknisstofa bankanna 3090 megin- tölvur sem hvor um sig þjónar á annað þúsund sívinnslunotendum. Stundum er því haldið fram að með auknum afköstum einmennings- og meðalstórra tölva og sífellt fullkomnari samskiptatækni séu dagar megintölvanna taldir. En svo er ekki. Megintölv- ur eru ákjósanlegar til þess að varðveita gögn og miðla þeim. Dr. Jón Þór Þórhallsson, forstjóri Skýrr hefur lýst notagildi miðlægra gagna á eftirfarandi hátt:

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.