Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Síða 21

Tölvumál - 01.06.1988, Síða 21
Jóhann Gunnarsson: Framtíðarsýn og þráun í upplýsingatækni og staða íslands í þeim efnum í átt að opnu samskiptaumhverfi Þrennt mun öðru fremur einkenna þróun gagna- samskipta næstu árin, og er þá talað í víðu sam- hengi: — Margs konar ný þjónusta verður í boði, efld af tækninýjungum, — áhersla á stöðlun og samræmingu, misræmi á milli landa verður jafnað, — markaðurinn verður opnaður og einkaréttur símayfirvalda að mestu afnuminn. Framfarir í fjarskipta- og tölvutækni og aukin alþjóðleg samvinna hafa leitt í ljós ýmsa van- kanta þess skipulags, sem ríkt hefur bæði hér á landi og reyndar víða um heim, og margir kenna við einokun. Símayfirvöld hafa afmarkað sér vítt áhrifasvið en veita takmarkaða þjónustu, og fylgja sjaldnast nýjungum nægilega fast á eftir. Því hafa bæði framleiðendur og notendur neyðst til að þróa sína eigin staðla og samskiptaaðferðir. Niðurstaðan er sú, að minnsta kosti á gagnasamskiptasviðinu, að enda þótt unnt sé að vísu að tengja tölvur sam- an yfir landamæri, geta menn einungis með herkjubrögðum og vissum skilyrðum átt gagn- leg samskipti. Víða um lönd er markvisst unnið að kerfis- breytingum í því skyni að ryðja burtu hömlum á samvinnu, auka þjónustuframboð og setja staðla. Evrópubandalagið gaf á miðju síðasta ári út svonefnda græna skýrslu um þróun sameig- inlegs markaðar fyrir fjarskiptaþjónustu og búnað. Ég hygg að tillögur hennar séu dæmi- gerðar fyrir þessa þróun. Mig langar því að rifja upp nokkur helstu áhersluatriðin: — Allur endabúnaður notenda (terminal equip- ment), þar á meðal símar og gervitunglajarð- stöðvar, sem eingöngu eru fyrir móttöku efnis, verði fáanlegur á frjálsum markaði og ekki háður öðrum takmörkunum en tegunda- prófun. — Símayfirvöld skuldbindi sig til að tengja kerfi sín kerfum óháðra þjónustuaðila, þótt yfir landamæri sé farið. — Skýrt verði skilið á milli þess hlutverks síma- Jóhann Gunnarsson er deildarstjórí Fjáríaga- og hagsýslustofnunar. Hann var áður framkvæmdastjórí Reiknistofnunar Háskóla ísiands og þar áður starfaði hann lengi hjá IBM. Jóhann hefur fylgst vel með þróun tölvuneta, m. a. vegna samstarfs við Norðurlönd á því sviði. Hann er formaður SURÍS, Samtök um upplýs- inganet rannsóknaraðila á íslandi. Jóhann hefur ritað margar greinar í TÖLVUMÁL frá stofnun blaðsins og situr nú í ritnefnd. yfirvalda að setja reglur og líta eftir framfylgd þeirra annars vegar, og rekstrarhlutverks hins vegar. — Hraðað verði framkvæmd alþjóðlegra áætl- ana um samræmda innri uppbyggingu net- kerfa á bandalagssvæðinu, þar á meðal um breiðbandsnet og ISDN. — Sérstakt átak verði gert í þróun og beitingu staðla. I gagnaflutningsnetum er hið opna, staðlaða samskiptaumhverfi OSI lykilatriði. Samvinnu- verkefnið COSINE, sem ísland tekur þátt í, gengur út á það að hraða undirbúningi og hefja rekstur samskiptaneta, er byggi á OSI. Enda þótt COSINE sé í fyrstu ætlað að bæta úr brýnni þörf vísindamanna og háskóla, mun árangur starfsins fljótlega nýtast öðrum notendum. TÚL VUMftL//////////// 21

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.