Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Qupperneq 23

Tölvumál - 01.06.1988, Qupperneq 23
□r. Snorri Rgnarsson: Menntun fomtara Hugbúnaðarkreppan Hin síðustu ár hefur vélbúnaður lækkað ört í verði og hugbúnaður því orðið hlutfallslega dýr- ari. Hefur ástand þetta magnast svo mjög að fólk er farið að gefa því nafn og kalla það hug- búnaðarkreppu. Afkastaaukandi hugmyndir Betri hugmyndir og betri verkfæri leiða til lækk- unar á hugbúnaðarkostnaði. Við höfum þegar séð slíka þróun. Hugbúnaðarkostnaður hefur lækkað verulega frá þeim árum þegar öll forrit voru skrifuð í vélamáli. Fyrst með tilkomu smala, síðan þýðenda. Þessi tól voru bylting á sínum tíma og sögðu sumirjafnvel að hugbúnað- arvandamálið væri leyst með þeim. Sumir köll- uðu jafnvel þýðendur „sjálfvirka forritara". En nú ættum við að hafa lært að slík verkfæri valda því ekki að forritarinn verði óþarfur heldur þvert á móti leiða þau til þess að við gerum enn meiri kröfur til hans. Þegar forritarinn fær betri tól verður hann afkastameiri og getur leyst fleiri vandamál en vinna hans verðurekki auðveldari. í fyrirsjáanlegri framtíð kemur ekkert í stað- inn fyrir vel menntaða forritara. Forritun er erf- itt og krefjandi starf. Kannanir hafa sýnt að góð- ur forritari er margfalt afkastameiri en lélegur. Framtíðin Telja má að í nánustu framtíð muni tvær hug- myndir valda mikilli afkastaaukningu í forritun. Þær eru listavinnsla og einingaforritun. Með einingaforritun er átt við aðferðir til að skipta forritum upp í vel skilgreinda hluta sem síðan eru smíðaðir sjálfstætt. Tækni þessi er erfið og krefst mikils af forritaranum, en ávinn- ingurinn er mikill. Með listavinnslu erátt við sjálf- virka minnismeðhöndlun. í forritunarmáli sem býður upp á listavinnslu má úthluta minnissvæð- um að vild og tölvan sér um að skila þeim aftur þegar þau eru ekki lengur í notkun. Listavinnsla er skilyrði fyrir góðri einingafor- Snorri Agnarsson er dósent í tölvufræðum við Háskóla íslands. Hann hefur búið til fyrsta íslenska forritunarmálið, FJÖLNIR, sem er mjög merkilegt framlag til tölvumála hér á landi. Snorrí situr í stjórn Skýrslutæknifélagsins. ritun. Góð einingaforritun er grundvölluð á sér- tekningu (e. abstraction) og upplýsingahuld (e. information hiding). Listavinnsla gerir kleift að hanna forrit byggð á þessum hugmyndum. Mörg forritunarmál bjóða nú upp á lista- vinnslu. Sem dæmi má nefna LISP, PROLOG og SmallTalk. Þessi forritunarmál eru helst þekkt sem forritunarmál fyrir gervigreind. Þau eiga ekkert sameiginlegt annað en listavinnslu. Ástæðan fyrir því að þau eru öll notuð til að leysa flókin vandamál er einmitt listavinnslan. Niklaus Wirth, hönnuður forritunarmálanna Pascal og Modula-2, hefur nýlega kynnt nýtt forritunarmál, Oberon. Tíminn mun leiða í Ijós hvort Oberon nær almennri útbreiðslu, en Ijóst er að þekking á iistavinnslu og einingaforritun verður forriturum nauðsynleg í nánustu framtíð. TÚL VUMfiL//////////// 33

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.