Tölvumál - 01.04.1995, Side 20
Apríl 1995
hvort sem er í strandflutningum eða
millilandasiglingum og verði breyt-
ingar eru þær sendar sjálfkrafa til
viðkomandi skipafélags.
Gámaskráning
Kerfíð heldur utan um hleðslu
á gámum, hverjir eiga að fá þá,
hvaða sölustaðfestingar eiga við
eða hvort viðkomandi vara fer í
birgðir, ásamt uppskipunarhöfn og
endastað. Jafnframt getur kerfið
reiknað frakt á hvem gám.
Lestun
Fullhlaðna gáma er hægt að
merkja sem lestaða og þar með er
hægt að skoða hvað hefur verið
lestað á hverjum tíma.
Skjalagerð
Við gerð skjala er hægt að kalla
fram það sem búið er að lesta og
gera síðan sjálfkrafa þau skjöl, sem
merkt er að viðkomandi viðskipta-
maður eigi að fá. Ef vill er hægt
að velja um að senda þau vélrænt.
Þetta kerfi kemur til með að ná yfir
öll þau skjöl, sem gerð eru fyrir
viðskiptamenn og opinbera aðila.
Vottorð, sem staðfest eru af
skoðunarstofu, staðfestast vélrænt,
þannig að ekki þarf sérstakan
stimpil. Tollskýrslur eru sendar
vélrænt samkvæmt EDIFACT
staðli. Þar með opnast möguleiki
á því að innflytjendur í kaupland-
inu losni við að gera tollskýrslur.
Sýni eru meðhöndluð sér-
staklega og verða skjöl vegna
þeirra til sjálfkrafa á sama hátt og
getið var hér að framan. Þessi
þáttur tengist vöruþróunarkerfi.
Reikningar eru sendir vélrænt
beint til kaupanda samkvæmt
EDIFACT staðli, ef þess er óskað.
Upplýsingakerfi
Inngangur
Þessi kerfí hafa þann tilgang að
veita á aðgengilegan hátt aðgang
að upplýsingum á því formi, sem
best hentar hverju sinni. Flest kerf-
in í þessum hluta eru búin eigin-
leikum hópvinnukerfa og innihalda
verkflæði, þar sem það á við.
Söluupplýsingar
Ef sérstök sölukerfí eru á sölu-
skrifstofum er beinn aðgangur að
upplýsingum úr þeim, þannig að
heildarmynd fæst af viðskiptum
einstakra viðskiptamanna.
í þessum kerfishluta er hægt að
skoða söluupplýsingar myndrænt
og í tölum (magn og upphæðir).
Hægt er að skoða sölu eftir land-
fræðilegri skiptingu með því að
benda á landsvæði á landakorti á
tölvuskjánum.
Mögulegt er að skoða sölur eftir
ýmsum samsettum forsendum eins
og pakkningum, fisktegundum,
vinnsluflokkum, viðskiptamönn-
um, pakkningahópum og velja
tímabil til skoðunar og saman-
burðartímabil. Einnig er hægt að
skoða verðþróun pakkninga eða
pakkningahópa eftir sama vali.
Viðskiptamannaupplýsingar
Hér er hægt að nálgast upp-
lýsingar um öll samskipti við við-
skiptamanninn og viðskipti hans.
Þar á meðal eru upplýsingar um
gæðamál, heimsóknir, bréfaskriftir
og vöruþróunarverkefni.
Jafnframt er hægt að skrá fyrir-
spumir og fýlgja þeim eftir með
þessu kerfí.
Þessar upplýsingar eru að hluta
til sameiginlegar aðalskrifstofu og
söluskrifstofum.
Því er mögulegt að vinna sam-
eiginlega að einstökum fyrirspum-
um og verkefnum, sem tengjast
viðskiptamönnum.
Markaðsupplýsingar
I þennan gagnagrunn er hægt
að skrá fyrirspumir frá erlendum
aðilum, samskipti við aðila vegna
sölumála o. fl. sem tengist mark-
aðsmálum. Hér er hægt að kalla
fram upplýsingar á ýmsa vegu eftir
pakkningum, fisktegundum eða á
annan hátt. Þessi gagnagrunnur er
tengdur ytri gagnagrunnum, sem
uppfæra verðupplýsingar á erlend-
um fiskmörkuðum og aðrar töl-
fræðilegar upplýsingar, sem máli
skipta.
Framleiðendur geta tengst þess-
um upplýsingabanka, með tak-
mörkuðum hætti.
Vöruþróunarupplýsingar
Hér er hægt að skrá öll vöru-
þróunarverkefni og fylgjast með
þeim.
Hægt er að skrá öll skjalaskipti
um verkefnið og skjöl, sem gerð
hafa verið viðkomandi verkefninu.
Jafnframt er hægt að skrá kostnað
við verkefnið.
Söluskrifstofur geta skráð
beiðnir og er þá vöruþróun látin
vita sjálfkrafa um beiðnina. Þar er
hægt að bæta inn upplýsingum og
ákveða, hvort verkefni er sett af
stað. Síðar er hægt að skoða upp-
lýsingar um vöruþróunarverkefni
eftir físktegundum, kaupendum,
eðli vinnslu, niðurstöðu o.sv. frv.
Þegar sýni eru send úr landi er
hægt að senda upplýsingar inn í
skjalgerð úr þessu kerfí.
Gæðaupplýsingar
Hér er hægt að skrá öll gæða-
mál og getur skráning átt sér stað
hvar sem er í sölunetinu. Kerfið sér
um að fylgjast með gæðamálinu og
láta vita, ef afgreiðsla þess dregst
úr hömlu. Kerfið heldur utan um
kaupanda, kostnað, gallategund,
afgreiðslu, framleiðanda o.fl.
Hægt er að nálgast upplýsingar
eftir öllum skráðum þáttum.
Frá þessu kerfi er hægt að nálg-
ast upplýsingar úr gæðakerfi fram-
leiðandandans um viðkomandi
vöru og nota þær til úrvinnslu á
gæðamálinu.
Skoðunarstofa
Þetta kerfi heldur utan um allar
þær upplýsingar, sem nauðsyn-
legar eru vegna framleiðandans,
allar heimsóknir og niðurstöðu
þeirra, gátlista og niðurstöðu
þeirra og sýnatöku og afgreiðslu á
Frh.á næstu síðu.
20 - Tölvumál