Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Side 24

Tölvumál - 01.04.1995, Side 24
Apríl 1995 Macsea skipstjórnarbúnaðurinn Eftir Kristján Gíslason Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim þáttaskilum sem átt hafa sér stað í þróun siglinga- og fiski- leitartækja með tilkomu Macsea skipstjómarbúnaðarins. Franska fyrirtækið Informati- que et Mer, sem framleiðir Macsea hugbúnaðinn, hefur þróað búnað- inn að miklu leyti í samstarfi við íslenska skipstjómarmenn. Radio- miðun hf. er hluthafi í þessu fyrir- tæki og segir það eflaust meira en mörg orð um tiltrú okkar á Macsea hugbúnaðinum. Informatique et Mer hefur nú verið valið í hóp framsæknustu tæknifyrirtækja í Frakklandi fyrir vinnu sína að hlut- bundinni forritun fyrir grafíska gagnagrunna. Fyrirtækið, sem var stofnað 1985, sérhæfði sig í gerð siglingaforrita fyrir seglskútur sem taka þátt í siglingakeppnum, en það er grunnurinn að Macsea skip- stjórnarbúnaðinum. Þess má til gamans geta að allir sigurvegarar í alþjóðlegum siglingakeppnum (t.d. BOC og Withbred) s.l. 7 ár hafa haft Macsea skipstjórnar- búnaðinn innanborðs. Macsea skipstjórnarbúnað má m.a. finna um borð í herskipum o.þ.m.t. einum kjamorkukafbáti. Þróun siglinga- og fiskileitar- tækja hefur verið með sama hætti og hjá hefðbundnum rafeinda- tækjum sbr. sjónvarp og útvarp. Öll þessi tæki hafa byggst á tækni síns tíma. Lampatækninni var rutt úr vegi af smáratækninni (transist- orar) og síðan tók rafeindarása- tæknin (tölvurásir) við, sem er tækniundur líðandi stundar. Erfítt er að ímynda sér að til verði í nánustu framtíð slík tæknibylting sem rafeindarásatæknin hafði í för með sér. Þó tel ég að við stöndum á þröskuldi nýrra tírna, sem telja má upphaf tæknibyltingar í sigl- inga- og fiskileitartækni. Á tímum lampatækjanna var um fá og mjög ófullkomin tæki að ræða. Tækin vom dýr svo og rekst- ur þeirra. Eftir að transistortækin fóru að ryðja sér til rúms jókst rekstraröryggið og nýir möguleikar opnuðust. Með tilkomu tölvurása- tækjanna (sbr. lóransins) virtist sem allar gáttir opnuðust og nær óteljandi möguleikar voru inn- byggðir í hverjutæki. Ekkiþykir lengur tiltökumál að hafa annað tæki til öryggis, því kostnaðurinn og viðhald tækjanna er aðeins brot r » Skrá Ritfærsla Ualkostir Gluggar Útlit Uerk Ueiðidagbók Fös 9 52 (?) 35 A ^ 24 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.