Tölvumál - 01.04.1995, Side 27
Apríl 1995
Tölvusamskipti og útflutningur
Eftir Sigurð Inga Margeirsson
í þessari grein er ætlunin að
lýsa tölvukerfi Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna (SH) í grófum
dráttum en það hefúr tekið miklum
breytingum á undanfömum tveim-
ur árum. Þeim lesendum til fróð-
leiks sem ekki þekkja til þessa
fyrirtækis er SH stærsti útflytjandi
frystra sjávarafurða hérlendis,
121.7 þúsund tonn á síðasta ári og
með sölu upp á 28.4 milljarða cif.
Fyrirtækið hefur verið í farar-
broddi í sölu á frystum sjávara-
furðum frá 1942 og rekur dóttur-
fyrirtæki og söluskrifstofur
erlendis auk fiskréttaverksmiðja í
Bandaríkjunum og Bretlandi.
Söluskrifstofur eru í Þýskalandi,
Frakklandi og Japan. SH er með
gæðakerfi fyrir þjónustu og vöru-
þróun sem er vottað og er það sam-
kvæmt ISO 9001 staðlinum en
óháðir aðilar staðfesta að SH upp-
fylli hann. SH sér um sölu á fryst-
um og ferskum sjávaraíurðum fyrir
tugi framleiðenda á Islandi auk
þess að selja fýrir erlenda framleið-
endur.
Tölvukostur SH hefur breyst
mjög á liðnum ámm frá gataspjaldi
til biðlara/miðlara umhverfis eins
og það er í dag. Tölvukostur SH í
dag eru tvær IBM PC SERVER
500 tölvur sem eru netþjónar og
lítil AS/400 tölva. Á nærnetinu em
um 100 tælci, tölvur og jaðartæki.
Nærnetið er Ethernet og kapal-
kerfið er frá AT og T. Á netþjón-
unum er stýrikerfið OS/2 og Lan
Server. Það sem einkennir tölvu-
umhverfíð hjá SH eru mikil sam-
skipti við aðila innan- og utanlands
og því em á netinu samskiptagáttir
sem ýmist eru bein innhringisam-
bönd eða fastar tengingar við
gagnanetið.
Ein er sú regla sem viðhöfð er í
rekstri tölvukerfisins og hún er sú,
að skrá upplýsingar á einum stað
og nýta þær síðan til frekari úr-
vinnslu á öðrum og eru þá upplýs-
ingauppsprettumar ekki landfræði-
lega bundnar í kerfinu heldur eru
tölvusamskipti nýtt til að brúa og
tengja saman fyrirtækið. Frum-
skráningar eru mun færri innan
fyrirtækisins nú, heldur eiga þær
sér stað utan þess hérlendis sem
erlendis. Þannig er pöntun skráð í
Japan, talning í gám er skráð á
í safirði og reikningur til viðskipta-
vinar er gerður í Reykjavík sam-
kvæmt skráningum sem berast til
SOLUSKRIFSTOFUR
FRYSTITOGARAR
UTANAOKOMANDI
TÖLVUPÓSTUR
V
SH
FLUTNINGSFAR
Tölvumál - 27