Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Síða 30

Tölvumál - 01.04.1995, Síða 30
Apríl 1995 Vógimar skrá vigt og aðrar upplýs- ingar og senda til tölvunnar. Á grundvelli þessara upplýsinga tekur tölvan ákvarðanir um ýmsar stýriaðgerðir, sem vogirnar síðan framkvæma á línunni. Fullkomin Marel flæðivog stýr- ir losun á afurðahólfum sem eru við hvert snyrtistæði. Vogin losar skammta úr hverju afurðahólfi í ákveðinni röð, vigtar þá, skráir og stýrir þeim síðan á rétta braut, þ.e. til frekari vinnslu, í pökkun eða á lausfrysti, allt eftir eðli framleiðslunnar. Vogin stýrir einnig sjálfvirku úrtaki fyrir gæðaeftirlit. Með þessu móti er hægt að hafa mjög ijölbreytta vinnslusamsetningu á einni flæðilínu, svo og á hverju snyrtistæði, sem getur m.a. stjórnast af: ástandi hráefnis, pakkn- ingavali og hæfileikum einstakra starfsmanna. Það má jafnvel vinna nokkrar fisktegundir sam- tímis á einni línu. Flæði- vogin þekkir þá vinnslu- samsetningu sem er á hverju snyrtistæði og heldur afurðum aðgreind- um í vinnsluferlinu. Marel flæðivogin og tölvu- kerfið gera fleira en að stýra fram- leiðslunni á flæðilínunni. Hver skammtur sem yfir vogina fer er vigtaður. Vogin veit frá hvaða snyrtistæði viðkomandi skammtur er kominn, hvaða afurð er um að ræða og hvaða starfsmaður er á viðkomandi snyrtistæði. Með þessari skráningu fást, á sjálf- virkan hátt, mjög ítarlegar og mikilvægar upplýsingar um það magn sem unnið er á hverju snyrti- stæði, hver afköstin eru, nýting og afurðaskipting. Þessar upplýsingar geta stjómendur sótt hvenær sem er og hafa þeir því mjög gott yfirlit yfir gang vinnslunnar og árangur einstakra starfsmanna. Er því auðvelt að grípa inn í ef vinnslan er ekki á þeirri braut sem gert var ráð fyrir og ástand hráefnis sagði til um. Einn eiginleiki þessa kerfis er óháð gæðaeftirlit, þ.e. flæðivogin velur úrtak til gæðaskoðunar. Starfsmaður í gæðaskoðun yfírfer þessa skammta og slær niður- stöðurnar beint inn í sérstaka gæðaskráningarstöð. Niðurstöður úr gæðaskoðun eru síðan notaðar til að meta árangur starfsmanna og hvort þörf er á að fylgjast betur með gæðamálum viðkomandi aðila. Komi fyrir að hjá einhverjum starfmanni verði vart meiri galla- tíðni en viðmiðunarmörk gera ráð fyrir eykur afurðavogin tíðni úr- taks í gæðaskoðun hjá viðkomandi, þar til hann hefur bætt árangur sinn. Virk gæðastjórnun í dag byggist á því að gallar eða gæða- slys séu auðrekjanleg og er gæða- skoðun sem unnin er á þennan hátt því forsenda þess að fyrirtæki í sjávarútvegi geti sóst eftir gæða- vottun á starfsemi sinni. Við hönnun línunnar var nauð- synlegt að gera ráð fyrir miklum sveigjanleika í stjórnun hennar, bæði hvað varðar hráefnisflæði og sýnatöku í gæðaeftirlit. Það lá því beint við að tölvustýra línunni en það kallaði á nýjar aðferðir og ljóst var að eldri Marel kerfi, sem keyrðu undir MS-DOS, hentuðu ekki. Því var ráðist í að skrifa nýtt kerfi sem skyldi keyra í fjölnot- endaumhverfi. Þó svo að hin nýja flæðilína hafi verið miðpunktur nýja kerfisins, sem fékk nafnið MP/3, var það að sjálfsögðu hannað með allt fískvinnsluferlið í huga. MP/3, sem keyrir undir Unix stýrikerfi, býður upp á eftirlit með fiskvinnslu frá móttöku til frystingar. Helstu atriði sem lögð eru til grundvallar hönnunar MP/3: - Kerfíð mælir magn, afköst, nýt- ingu og gæði á öllum stigum framleiðslunnar. - Tímaskráning er samhæfð vinnsluskráningu þannig að hægt er að fylgjast með þeim tíma sem fer í hvern verkþátt og þeim heildartíma sem fer í hverjavinnslulotu. - Kerfíð er rauntímakerfí, bæði hvað varðar stýringu fram- leiðslunnar og úrvinnslu upp- lýsinga. Mynd 1. Ur fiskvinnslusal með flœðilínum, sem stýrt er af MP/3 kerflnu. 30 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.