Tölvumál - 01.04.1995, Síða 38
Apríl 1995
sóknastofnunina. Hér er einkum
um að ræða skráningarforrit fyrir
þau gögn sem stofnunin aflar.
Reiknideild Hafrannsóknastofn-
unarinnar sér síðan um úrvinnslu
gagna í samvinnu við sérfræðinga
stofnunarinnar. Hjá reiknideild
starfa um 7 manns. Þau verkefni
sem tölvusvið sinnir eru einkum
varðandi aldur, lengd og þyngd
fiska í sjónum, svifþörunga, seltu-
og hitamælingar á sjónum o.fl.
Arlega eru fiskar merktir af starfs-
mönnum Hafrannsóknastofnunar-
innar og upplýsingar um þessar
merkingar ásamt ástandi fisks,
þegar hann fannst, eru skráðar í
tölvukerfið.
Fiskistofa sér um söfnun á afla-
dagbókum sem eru dagbækur ein-
stakra skipa um veiðar þeirra,
veiðistaði og fleira. Þessar afla-
skýrslur er svo tölvuunnar hjá
starfsmönnum Hafrannsóknastofn-
unarinnar, sem nota þær trúnaðar-
upplýsingar, sem afladagbækurnar
hafa að geyma í margvíslegum
fræðilegum tilgangi. Það eru
starfsmenn Hafrannsóknastofn-
unarinnar sem sjá um forritun á
þessu verkefni.
Nú er nýlokið smíði á kerfi sem
notað verður við skráningu og
úrvinnslu gagna fyrir gæðastjórn-
unarsvið Fiskistofu. Gæðastjórn-
unarsvið stýrir og fylgist með
gæðamálum í fiskveiðum og fisk-
vinnslu. Eftirlitsmenn skoðunar-
stofa fara reglulega um borð í skip
og báta og inn í fiskvinnslufyrir-
tæki til þess að fylgjast með með-
ferð á afla við veiðar og vinnslu.
Skoðunarstofur eru einkafyrirtæki
sem sjá um gæðaeftirlit í sjávar-
útvegi samkvæmt leyfi og undir
eftirliti Fiskistofu. Skoðunarstof-
urnar skrá í sérstakt tölvukerfi hjá
sér upplýsingar um úttektir á gæð-
um hjá þessum fyrirtækjum. Fiski-
stofa safnar þessum upplýsingum
og færir yfír í sitt gagnasafn.
Mjög stór þáttur í starfsemi
Fiskistofu er veiðieftirlit. Veiði-
eftirlitsmenn nota gagnasafn Fiski-
stofu um landaðan afla mikið og
er nú verið að kanna hvaða mögu-
leikar eru til þess að nýta tölvu-
tæknina til þess að gera störf veiði-
eftirlitsmanna á vettvangi hrað-
virkari og einfaldari. Þá er fyrst og
fremst verið að ræða um fistölvur
handa þeim.
Eitt af sérhæfðari verkefnum
sem tölvusvið Fiskistofu hefur
unnið er svo nefnt vogakerfi. Það
er kerfí sem samanstendur af vog
og PC fístölvu. Vogin er frá Marel
og forritanleg en í PC vélinni keyr-
um við Linux stýrikerfið með for-
riti sem stýrir voginni og les af
henni ýmsar mælingar, einkum
þyngd og lengd á fískum. Talna-
lyklaborð á voginni er notað til
þess að skrá inn lengdarmælingar.
Vog og fístölva virka því sem eitt
tæki sem sérfræðingar og mælinga-
menn Hafrannsókastofnunarinnar
nota við sínar mælingar og sýna-
töku. Þetta einfaldar mikið vinnu
þeirra, gögn verða áreiðanlegri og
hægt er að safna mun fleiri sýnum
enella.
Sjávarútvegsráðuneytið er nú
að taka í notkun kerfi sem heitir
Málabrunnur. Málabrunnur er
notaður til þess að halda utan um
og fylgjast með einstökum málum
sem berast til ráðuneytisins. Hér
er um að ræða kerfí sem byggir á
hópvinnuverkfærum fyrir tölvur.
Nokkur ráðuneyti hafa þegar tekið
það í notkun. Við erum spennt að
sjá hvernig þetta muni reynast.
Málabrunnur er byggður upp undir
Lotus Notes.
Stýrikerfi og
hugbúnaður
Stýrikerfíð sem Fiskistofa og
Hafrannsóknastofnunin nota er
fyrst og fremst Unix. Það eru
margar vélar frá SUN en einnig frá
HP og IBM. Á SUN er notað
Solaris 2.3 og SunOS, HPUX á
HP/9000 og AIX á RS/6000.
Reynsla okkar af þessu umhverfi
er góð. Mismunandi Unix út-
færslur frá þessum framleiðendum
raðast vel saman en því fylgir
nokkur vinna því hvert þessara
stýrikerfa hefur sína sérhæfðu
eiginleika. Netkerfi er TCP/IP og
gengur það mjög vel bæði
innanhúss og eins yfír Internet til
hinna ýmsu stofnana og fyrirtækja
sem Fiskistofa og Hafrannsókna-
stofnunin hafa samskipti við. Hér
er bæði um innlenda og erlenda
aðila að ræða. Þess má geta að
Hafrannsóknastofnunin var íyrst til
þess að tengjast Interneti hér á
Islandi.
Fyrir rannsóknastofnanir eins
og Hafrannsóknastofnunina er
nauðsynlegt að hafa gott sam-
skiptakerfí og hefur Intemet komið
að ómetanlegu gagni fyrir sérfræð-
inga stofnunarinnar. Þeir nota þar
póst, ráðstefnur, fréttagrúppur,
vefínn o.s.frv.
Notendur þessara þriggja
stofnana, þ.e. Fiskistofu, Hafrann-
sóknastofnunar og sjávarútvegs-
ráðuneytis hafa ýmist Unix vinnu-
stöðvar, PC vélar eða Macintosh.
Á PC vélunum keyrum við Win-
dows for Workgroups og þau sam-
skiptaforrit sem því fylgja en á
miðlaranum á móti eru notuð for-
ritin CAP og Samba. CAP er fyrir
MAC og Samba íyrir PC. Hér er
um að ræða forrit sem eru “public
domain eða PD” þ.e. fást frítt.
Eudora er notað á PC og M AC vél-
um fyrir póstlestur og hefur það
reynst okkur mjög vel. Tölvupóstur
er notaður mjög mikið til þess að
koma upplýsingum á framfæri og
til mannlegra samskipta. Hann
hentar mjög vel bæði vegna fjar-
lægðar milli manna og eins vegna
Ijölda starfsmanna. En hann nýtist
einnig furðu vel milli manna sem
eru í nærliggjandi herbergjum eða
jafnvel saman í herbergi. Það er
gaman að sjá hvernig fólk er nú
farið að skrifa bréf á ný vegna þess
að tæknin býður nú upp á hrað-
virkan póst. Það er oft hentugra og
fljótlegra að senda tölvupóst en að
reyna án árangurs að ná í fólk í
síma. Gagnasafnskerfíð er Oracle.
Flest öll gögn eru inni í Oracle
38 - Tölvumál