Tölvumál - 01.04.1995, Side 42
Apríl 1995
Tölvukerfi Haraldar Böðvarssonar hf.,
Akranesi
Eftir Sturlaug Sturlaugsson og Óskar Einarsson
Inngangur
Haraldur Böðvarsson hf. hefur
mörg undanfarin ár verið að þróa,
fyrst með RT-Tölvutækni og nú
Kerfí hf., heildarhugbúnaðarlausn
fyrir alla starfsemi fyrirtækisins.
Meginmarkmiðið hefur verið að
treysta ákvarðanatöku stjórnenda
HB með því að hanna hugbúnað
sem auðveldar upplýsingaöflun og
meðhöndlun gagna, stytta úr-
vinnslutíma og treysta áreiðanleika
þeirra. I raun er svona verkefni
aldrei lokið þar sem tímarnir
breytast, kröfurnar verða meiri og
möguleikar á lausnum eru sífellt
fleiri og í stöðugri þróun.
Reynsla okkar af þessari vinnu
er sú að vinnubrögð almennt innan
fyrirtækisins hafa orðið agaðri og
nákvæmari. Við treystum betur
þeim gögnum sem við vinnum með
og stjómendur og starfsmenn al-
mennt hafa betri tilfinningu fyrir
rekstri fyrirtækisins. Haraldur
Böðvarsson hf. hefur sinnt mjög
kröfuhörðum mörkuðum sem að
vissu leyti hefur flýtt þeirri
hugbúnaðarvinnu sem átt hefur sér
stað og þá sérstaklega er varðar
gæða- og framleiðsluskráningu.
Hér á eftir er stutt lýsing á
tölvu- og hugbúnaðarheimi Har-
aldar Böðvarssonar hf. Óskar
Einarsson verkfræðingur hjá Keríi
hf. aðstoðaði við framsetningu
greinarinnar.
Tölvubúnaður
I tölvukerfí Haraldar Böðvars-
sonar hf. er megintölva IBM AS/
400. Til viðbótar er HP9000 tölva
sem er sérstök stýritölva fyrir
Marel vinnslulínu. Þessar tölvur
eru tengdar saman á tókaneti og
þar til viðbótar eru PC tölvur, sem
notaðar eru sem útstöðvar á báðar
vélar, með Rúmbu skjáhermi,
ásamt því að þær eru notaðar fyrir
ritvinnslu, töflureikni og fleiri not-
endaforrit. Einnig hefur AS tölvan
beintengda skjái og prentara.
Starfsemi fyrirtækisins er nokk-
uð dreifð og því þarf að fara á milli
húsa með tengingu á tölvum. T.d.
er skrifstofa fiskmjölsverksmiðj-
unnar tengd við aðalskrifstofu með
símalínu við AS/400 tölvuna. Hins
vegar eru “serial” línur á milli fisk-
mjölsverksmiðjunnar sjálfrar og
skrifstofu hennar, en þær tengja
saman annars vegar Intermec
skráningarstöð íyrir framleiðslu og
hins vegar Póls tímaskráningar-
klukku við tölvur á skrifstofunni.
Einnig eru notaðar lausar hand-
tölvur frá Intermec til skráningar
á afurðum frá frystitogurum en um
leið eru einnig búnir til strikamiðar
til merkingar á brettum. Sama
tölva er einnig notuð þegar til út-
skipunar á frystum afurðum
kemur.
Samræmt heildarkerfi
Viðskiptahugbúnaður er
ALVÍS frá Kerfi hf. og er það
heildarlausn sem tekur til allra
þátta í rekstri Haraldar Böðvars-
sonar, frá bókhaldi og tengdum
Ijárhagskerfum, launum, birgða-
Bankalína
Mynd 1
42 - Tölvumál