Tölvumál - 01.05.2000, Page 11
ÞriÖja kynslóðin
Þar eð GPRS verður
á ferð tveimur árum á
undan öðrum hlutum í
UMTS og þetta er
sama pakkanetið og
fyrirhugað er í GSM
gefur það rekstrar-
aðilum 2. kynslóðar-
kerfa forskot á að
sækja með farsímann
inn á „internet-
markaðinn" áður en
3. kynslóðin er tilbúin
Hámarksafköst UMTS
verða í næstumhverfi
og innanhúss
2Mb/s, 384 kb/s í
stórsellunni og 144
kb/s á ferð, og veitir
jöfnum höndum
rásatengda og
pakkatengda
þjónustu
i
kynni að draga dilk á eftir sér kostnaðar-
lega við umskiptin. Búist var við að það
héldi áfram og við sæjum meira af nýjum
framsæknum tæknisamþykktum drifnum í
gegn af iðnaðinum. Eftir allt að áratug af
markaðsdrifmni þróun í GSM var 3. kyn-
slóðin augljóslega iðnaðardrifm, eins og
svo margt á fjarskipta- og tölvusviðinu þar
sem tækniframfarir eru svo örar að neyt-
endur og rekstraraðilar eiga í erfiðleikum
með að torga. En s.l. ár fór á annan veg.
Farið var að gæta óróa, ekki síst hjá rekstr-
araðilum 2G kerfa, sennilega vegna fjár-
festingarinnar í 2. kynslóðarkerfunum sem
víða eru ný, og markaðarins ef rekstrar-
leyfi 3G kerfanna færu annað en til þeirra.
Á þessu stigi höfðu rekstraraðilar stofn-
að með sér samtök nefnd OHG (Oper-
ators' Harmonization Group) til að hafa
áhrif á þessa þróun og samræma hana því
sem fyrir var. Frá því í byrjun þess áratug-
ar sem GSM hafði verið við lýði, var þró-
un þess skipt upp í 3 áfanga. Fyrsti áfang-
inn var afgreiddur snemma og frystur með
staðli svo að samræmd iðnaðarframleiðsla
og víðtæk markaðssetning gæti hafist.
GSM varð ríkjandi farsímakerfi í heimin-
um út á 1. áfanga og því minni áhersla
lögð á að ganga frá hinum tveimur. En
með tilkomu 3G koin nú upp þrýstingur
frá OHG í formi tillagna til ITU um að af-
greiða viðbæturnar á GSM sem fyrst og
jafnvel bæta við það sem upprunalega var
á dagskrá, viðbætur sem í dag er vitnað til
sem 2.5 G, og stuðla að þróun frá 2G yfir í
3G og samræmingu.
Hvaða óhrif mun 2.5 G hafa á gang
mála?
Frá því að grunnurinn að 3G var lagður
um áramótin ‘98/’99 gætti því viðleitni til
samræmingar á milli 2. og 3. kynslóðar-
innar frekar en áframhald á 3G sjálfu. Sá
hópur sem ræður mestu um framvindu 3G
núna nefnist 3GPP (3. Generation
Partnership Project) og er ráðgefandi fyrir
ITU. Þetta er mjög víðtækur alþjóðlegur
hópur stöðlunarstofnana landanna og álf-
anna, ITU, iðnaðarins og GSM og UMTS
markaðssambandanna (GSM Forum,
UMTS Forum). Auk þess að sinna fram-
vindu 2. kynslóðarinnar hefur 3GPP að
markmiði að samræma þær 5 staðlatillög-
ur að 3. kynslóðinni sem ITU sat uppi
með þegar ekki var lengra komist í sam-
komulagsátt með IMT-2000, fækka val-
kostum og auka alþjóðlega samhæfni í
3G.
Tvær höfuðtillögumnar em sú frá ETSI,
sem nefnd er UMTS og seinna varð sam-
ræmd tillaga Evrópu og Japan, og sú am-
eríska, nefnd cdma 2000. En bæði þessi
kerfi byggja tæknilega á bandaríska 2.
kynslóðarkerfinu IS-95 sem er gjörólíkt
GSM, og GSM hafði, ef svo mætti að orði
komast, kveðið í kútinn í samkeppni 2.
kynslóðarkerfa um alþjóðamarkaðinn! Það
er ekki laust við kaldhæðni, að Evrópa
skyldi nú byggja á þessu kerfi en ekki sínu
eigin GSM.
í R99 (release 1999), en svo er plaggið
nefnt sem byggist á starfi þeirra s.l. ár, er
lagður grunnurinn að 3. kynslóðinni (sjá
mynd 1) og tengslum hennar við 2. kyn-
Tölvumál
11