Tölvumál - 01.05.2000, Side 12

Tölvumál - 01.05.2000, Side 12
Þriðja kynslócSin EDGE mun auka gagnaflæðið í GPRS þrefalt miðað við GS/V1 og er því ámóta í þeim efnum við UMTS eins og það fer af stað GPRS er hlutfallslega lítil viðbót við núverandi GSM kerfi sem nýtist í 3G og með hagkvæmum WAP/GPRS-símum, sem líklegt er að verði almennir strax á næsta ári A dagskrá er að veita henni allt að 2 Mb/sek flutningsgetu í kyrrstöðu í nærumhverfi. I fyrstu útgáfu virðist þó enginn framleiðandi miða að meiru en 384 kb/s Ein höfuð ástæðan fyrir nýju radíókerfi í 3. kynslóðinni er betri bandbreiddarnýtni og möguleikar á sfórauknum fjöldaað- gangi miðað við GSM slóðina. Að öðru leyti er höfuðáherslan á 2.5G frekar en 3G. GPRS verður tilbúið á þessu ári en UMTS-hlutinn að öðru leyti 2002. EDGE, sem er endurbót á radíó- hluta GSM og bandaríska TDMA-kerfis- ins IS-136, er á dagskrá 2001. Þar eð GPRS verður á ferð tveimur árum á undan öðrum hlutum í UMTS og þetta er sama pakkanetið og fyrirhugað er í GSM gefur það rekstraraðilum 2. kyn- slóðarkerfa forskot á að sækja með farsím- ann inn á „internetmarkaðinn“ áður en 3. kynslóðin er tilbúin, auk þess sem þetta er milliskref yfir í 3G. Notendur verða hins vegar að endurnýja hjá sér að fullu í hverju þessara framfaraskrefa sem í vænd- um eru. í næsta 3GPP samkomulagi, R’00 (þ.e. release 2000), er á dagskrá frekari frysting á 3G (sbr mynd 7 sem ég vík að síðar) en náðist í R’99. Það sem er nýtt í UMTS (mynd 1) um- fram GSM er nýtt radíókerfi (e), pakka- netið GPRS (f) og CAMEL (customised mobile application part) (c). Það síðast- nefnda hefur verið á dagskrá í þremur áföngum allt frá GSM R96 og út- breiddasta notkunartilfellið í CAMEL fram að þessu eru án efa SMS. í 3G breyt- ist það nú yfir í MMS (multimedia messa- ge system). Hámarksafköst UMTS verða í næstumhverfi og innanhúss 2Mb/s, 384 kb/s í stórsellunni og 144 kb/s á ferð, og veitir jöfnum höndum rásatengda og pakkatengda þjónustu. Ávinningur GSM af þessu er GPRS pakkagagnanet sem GSM fær á sig til hliðar við rásatengda símanetið (b) sem felst í GSM í dag. I rásaskiptu símakerfi eins og GSM vitum við að að jafnaði fer helmingur tímans í tvíátta símasambandi í að hlusta á hinn samtalsaðilann og 20% að auki í bið, og unnt er að nýta þessar eyður til pakkaflutnings. Eins og ég vík að síðar, eru 8 tímahólf (talsambönd) á hverri burð- artíðni í GSM og það má nýta eyður þeirra allra á samnýttri pakkarás. Reiknað er með að GPRS geti veitt allt að 115 kb/s afköst þegar best lætur, en eins og í öðrum pakkanetum eru afköst sem nást að jafnaði háð álagi. Annar kostur er, miðað við rása- tengda símakerfið, að pakkanetið er sítengt, biðtíminn við að setja upp rásir sparast. En þessi afkastaauking í gagnaflutningi hefur ekki náðst með bandbreiddaraukn- ingu heldur betri nýtingu á því sem fyrir var í GSM. Það er fyrst með EDGE (2001) sem 2.5G skilar bandbreiddaraukningu. í EDGE felst ný mótunartækni sem hefur meiri bandbreiddamýtni en sú sem finnst í GSM, en hún krefst nýrra magnara í gmnnstöðvum sem þurfa nú að vera línu- legir, bæði í styrk og fasa. í EDGE felst því róttæk breyting á radíóhluta GSM- kerfanna. Og þetta á bæði við um notenda- búnaðinn og grunnstöðvamar. EDGE mun auka gagnaflæðið í GPRS þrefalt miðað við GSM og er því ámóta í þeim efnum við UMTS eins og það fer af stað. Og það kann að leyna á sér í sértilfellum miðað og UMTS, því að það leyfist á lægri tíðnum. í EDGE-staðlinum stendur líka til að heim- ila tækni sem auðveldar uppsetningu tví- áttasambanda með ójafnri bandbreidd (asymmetrical channels), sem oft er gagn- legt í gagnasendingum frá miðlægum upp- lýsingagrunnum (sjá TDD síðar). Áhrif 2.5G á þróunina gæti orðið tví- þætt. Annars vegar að ryðja veginn fyrir 3G, einkum varðandi nýja þjónustu, hins vegar til að seinka 3G ef rekstraraðilar telja hag sínum betur borgið með frekari uppbyggingu GSM/GPRS/EDGE en að fara út nýtt 3G kerfi. Sú spurning hversu hratt 3. kynslóðin færist yfir hefur fleiri hliðar á sér en tæknilega. GPRS er hlut- fallslega lítil viðbót við núverandi GSM kerfi sem nýtist í 3G og með hagkvæmum WAP/GPRS-símum, sem líklegt er að verði almennir strax á næsta ári. Er þetta skjótfarnasta leiðin til að nálgast „intemet- markaðinn“. EDGE er róttækari upp- skurður á GSM-kerfunum og nýtist ekki í 3G. Það er því háð hagsmunum rekstrar- aðila og svæðisbundnum aðstæðum hvort EDGE muni hafa mikil áhrif. Ég minntist á í upphafi að stærri þjóðir í Evrópu muni bjóða út til hæstbjóðenda rekstrarleyfin fyrir 3G og þar sem þetta er komið af stað eru upphæðirnar þegar orðnar óheyrilega háar. Þeir sem ekki fá munu án efa reyna aðrar leiðir til að ná til þessa markaðar og það á grundvelli leyfa sem þeir þegar hafa og borguðu miklu minna fyrir. Og ef við lítum að nýju á mynd 2 (sem ég fjalla um síðar) þá geta önnur kerfi með lítilli aðlög- un náð því marki sem sett eru 3G í dag 12 Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.