Tölvumál - 01.05.2000, Page 17

Tölvumál - 01.05.2000, Page 17
ÞricSja kynslóðin Almennt séð er flutn- ingsmiðill alnetsins enn almenna símanetið, og í Ijósi þess hve treglega gengur að fá skjöl send yfir það á álagstímum, furðar margur sig á því að farið sé að senda tal, hljómlist og videó- glefsur yfir það gangi á sama svæði (og gætu skipt hund- ruðum) dreift yfir sömu sendirás á sama tíma. Þökk sé sérstæðum kóða sem hverju sambandi er úthlutað, rugla þau ekki hvort annað, og kóðinn gerir viðtalendum einnig kleift að veiða sína talrás upp úr allri tíðni- súpunni í viðtökunni. í 2. kynslóðarkerfum, eins og GSM, var radíónetinu skipt niður í „sellur“ til að unnt væri að endumýta tíðnir yfir stærra svæði. Hverri sellu þjónar grunnstöð í miðri sellu, sem annast radíósamböndin við þá notendur sem eru hverju sinni inn- an sellunnar. Þegar farsímanotandi ferðast á milli sella skiptir þjónustan snögglega af tíðni einnar gmnnstöðvar yfir á tíðni þeirr- ar næstu (snöggt handsal); algengt er að endurnýtingarstuðull í GSM sé 1:7, þ.e. að í sjöundu hverri sellu í klasa sé unnt að nota sömu burðartíðnina að nýju. í 3. kyn- slóðinni getur þessi stuðull verið 1:1, þ.e. að unnt sé að nýta sama tíðnisviðið að nýju í næstu sellu. Auk þess getur fleiri en ein gmnnstöð þjónað sama tæki á mörkum sella þar sem þjónustumerkin eru veikust (mynd 4, „mjúkt handsal"). 3. kynslóðin kemur líka til með að notfæra sér stefnu- virk loftnet með stýranlegum geisla (smart antenna). Þetta hefur í för með sér miklu minni tmflun milli notenda innbyrðis inn- an hverrar sellu, sem að öðrum kosti væri hvað mest takmarkandi fylgifiskur CDMA-tækninnar. Grunnstöðvarloftnet sem veita einstaklingsbundna þjónustu með stefnuvirkum stýranlegum geisla draga mjög úr fjölvegsdreifingu og stór- bæta viðtökuskilyrði (mynd 4). 3. kyn- slóðin veitir meiri möguleika til „lóðréttr- ar“ uppbyggingar sella, þ.e. smærri sellur í stærri sellum, sem er mikilvægt í marg- menni og innanhúss (mynd 5). Það er fjöl- margt fleira sem 3. kynslóðin getur nýtt sér í nýju radíótækninnni til afkastaaukn- ingar ef netin em rétt hönnuð. Það dýrasta í uppbyggingu og rekstri sellukerfa virðist vera kostnaðurinn við staði gmnnstöðv- anna og því ekki ólíklegt að rekstraraðilar nýti sér það sem fyrir er í 3G ef þeir eiga fyrir 2G-kerfi. En það er ekki gefið að staðsetning grunnstöðva í GSM-kerfi sé sú besta frá sjónarhóli 3G-tækninna. Eitt atriði í viðbót er vert að tína til. Þegar tveir talast við í síma þarf að koma upp sambandi í báðar áttir. í GSM er tví- áttasambandi komið á með tækni sem nefnd er FDD (frequency division dup- lex), vinnur á þann veg að viðtalendur tal- ast við á sitthvorri tíðnirásinnni. Það er önnur leið til sem nefnist TDD (time division duplex) og þekkist t.d. í DECT- símkerfmu. Þá er tvíáttasambandi komið á með úthlutun tímahólfa til beggja samtal- enda á sömu burðartíðni. UMTS getur unnið á báða vegu. FDD þykir hentugra í farsímakerfi þegar t.d. þarf að vinna bug á Doppler-hrifum vegna farsíma sem er á mikilli ferð, TDÐ er hentugra t.d. í kyrr- stöðu í næstumhverfi ef þörf er á misjafnri Tolvumál 17

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.