Tölvumál - 01.05.2000, Qupperneq 24
GPRS
GPRS og upplýsingabyltingin
Jóakim Reynisson
Við samruna stafrænu
farsímakerfanna við
pakkakerfi tölvu- og
vefheimsins verður
bylting í fjarskipta-
möguleikum almenn-
ings
Við samruna stafrænu farsímakerf-
anna við pakkakerfi tölvu- og vef-
heimsins verður bylting í fjar-
skiptamöguleikum almennings. Á þennan
hátt mun takast að skapa sítengdan, þráð-
lausan upplýsingaheim. Hugmynd sem
hingað til hefur virst sem tálsýn í hugum
ójarðtengdra framtíðarrýna verður brátt að
veruleika. Þökk sé snjöllum hugmyndum,
Netinu, GSM og GPRS.
Grundvöllur þessa risaskrefs sem nú er
framundan er tækniþróun innan GSM sem
nefnd er GPRS, General Packet Radio
System. Tækni sem tengir IP heima tölvu-
og veraldarvefsins við hin vinsælu GSM
símtæki og gerir sítengd, hraðvirk gagna-
samskipti möguleg, hvar sem er og
hvenær sem er.
Þróunarsagan
Farsímakerfum er gjaman skipt upp í
flokka sem ætlað er að lýsa stað þeirra í
þróunarsögunni. Þannig em fyrstu far-
símakerfin nefnd fyrsta kynslóð, 1G
(Generation 1). Þessi kerfi voru hliðræn
og komu fyrst verulega fram á sjónarsvið-
ið upp úr 1980. Dæmi um kerfi af þessari
kynslóð er NMT farsímakerfið en NMT
kerfið er í raun það 1G kerfi sem ruddi
brautina fyrir aðra kynslóð farsímakerfa,
2G. Einkenni 2G kerfanna er að þau eru
stafræn og það er um leið sú tækni sem
leitt hefur til gríðarlegra vinsælda þeirra.
Stafræna tæknin gerði mögulegt að bjóða
farsímanotendum örugg, hlerunarlaus, há-
gæða samskipti og ekki aðeins heima fyrir
heldur um allan heim (reiki, enska: roam-
ing). GSM kerfið er einmitt eitt 2G kerf-
anna og það lang útbreiddasta. Sem dæmi
má taka að áætlað er að heildarfjöldi far-
símanotenda í heiminum hafi s.l. áramót
verið um 436 miljónir. Þar af voru GSM
notendur um 254 miljónir, eða 65% 2G
notenda, sem segir mikið um gríðarlegar
vinsældir GSM.
Á sama tíma og stafræna farsímatæknin
hefur farið sigurför um heiminn hefur
tölvutæknin slitið bamskónum og með
veraldarvefinn sér við hlið farið sína
sigurför um heim allan. Þarna eru því tvær
skrúðgöngur í gangi og lúðrar og trumbur
óma um heimsbyggðina en vandamálið er
bara það að miljónir manna þurfa of oft að
hlaupa á milli til að geta tekið þátt í þeim
báðum. Þess vegna vilja menn nú sameina
göngumar og færa kosti tölvu- og vef-
tækninnar inn í farsímakerfin.
Langflestir spá því að í náinni framtíð
muni fjarskiptatæknin styðjast að lang-
mestu leyti við pakkalausnir, tækninni
sem tölvu- og vefheimar byggja á. Innan
fárra ára mun þriðja kynslóð farsímakerfa,
3G, koma á markað og einkenni þessara
kerfa verður að þau byggja að miklu leyti
á pakkatækninni og taka þannig tillit til
samruna farsíma- og tölvuheima. 2G kerf-
in eru hins vegar rásabyggð eins og hefð
er fyrir í símtækni og þess vegna er ákveð-
in gjá milli þeirra og pakkaheimsins.
Þessa gjá á nú að brúa og það er GPRS
24
Tolvumál