Tölvumál - 01.05.2000, Page 28

Tölvumál - 01.05.2000, Page 28
GPRS GPRS er lítils virði ef aðeins væri fyrir tæknina an bíða svo enn öflugri aðferðir við að ná meiri hraða, breytingar í sendistöðvum munu auka rásahraðann verulega sem ásamt EDGE (Enhanced Data GSM Evolution) mun innleiða allt að 380kb/s og handan þess er stóra skrefið yfir í þriðju kynslóðina, 3G, sem boðar allt að 2Mb/s. Þjónustur GPRS er lítils virði ef aðeins væri fyrir tæknina. GPRS mun augljóslega nýtast við hefðbunda vöfrun um vefinn með t.d. fartölvu eða tengingu starfsmanns inn á fyrirtækjanet. Hins vegar er enn meira spennandi að sjá hvað gerist með þróun á þjónustu til daglegs brúks fyrir venjulegt fólk. Þar hefur mikið að segja hver þróun- in verður í farsíma- og upplýsingatólum öllum. Sjáum við fyrir okkur eitt tæki sem getur allt eða mörg tæki sem hvert vinnur ákveðið verk, eða blöndu af þessu öllu? Líklegast er að svo verði, sum okkar vilja lítinn nettan síma til að tala í og annað tól til að halda utan um tölvupóst, skilaboð, skipulag og þess háttar. Enn aðrir vilja eitt allrahanda tæki fyrir alla notkun, til að tala í, skoða myndir, versla með og skemmta sér með. Allir þessir möguleikar munu skapa gríðarleg tækifæri fyrir alla sem að málum koma, neytendur sem og hönnuði og viðskiptaaðila því eins og fyrr sagði er hreinlega búist við risasprengju í samruna farsímanna og upplýsingatækn- innar. Framtíðin er gífurlega spennandi en um leið sveipuð hulu sem erfitt er að sjá í gegnum og einmitt það gerir þennan heim jafn heillandi og raun ber vitni. Jóakim Reynisson er framkvæmdastjóri tæknisviðs Tals hf. Tölvusíminn 908 5000 Varstu að kaupa tölvu? Tölvusíminn þjónustusími fyrir tölvunotendur kl. 10-22 virka daga og 12-20 um helgar 89,90 mínútan - þú borgar aldrei fyrir meira en 10 mínútur hverju sinni. internetið verðsamanburður leikir stór og smá tölvuvandamál Kynntu þér tilboð handhafa tölvukorta á heimasíðu okkar. www.tolvusiminn.is ll TOIVU EHiiliiiu Netfang: hjalp@tolvusiminn.is Veffang: www.tolvusiminn.is 28 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.